Fékk heimboð á Bessastaði

Brynja Þorgeirsdóttir.
Brynja Þorgeirsdóttir. mbl.is

Mínar heimaslóðir eru í byggð sem er á mörkum sveitar og borgar og eru um margt sérstætt byggðarlag. Flestir sem hingað flytja bindast staðnum nokkuð sterkum böndum. Krakkar sem hér alast upp flytja oft á brott í kringum tvítugt en snúa gjarnan aftur hingað heim á Álftanesið um þrítugsaldurinn, komin með börn og búin að stofna fjölskyldu. Þannig er að minnsta kosti saga mín og ég efast um að ég gæti búið sonum mínum betra umhverfi en einmitt hér,“ segir Brynja Þorgeirsdóttir, sjónvarpskona og Kastlýsingur.

Álftanesið sem til skamms tíma var hreppur nefndur eftir Bessastöðum hefur verið í örum vexti á síðustu árum. Þar búa í dag um 2.400 manns og hefur fjölgað nokkuð bratt á síðustu árum og til að mæta því spenntu stjórnendur byggðarinnar bogann hátt svo að falli varð. Er fjárhagur sveitarfélagsins býsna bágur. Sú saga er þó utan ramma þessa þáttar; hér segir frá ungri konu sem á aðeins góðar minningar um heimaslóðir sínar.

Tólf ára til Vigdísar

Gatan Sviðholtsvör er nefnd eftir Sviðholti – sveitabæ á Álftanesinu þar sem allt fram á síðari ár var stundaður sveitabúskapur.

„Ég man að Sviðholtsbændur voru með kýr og fé og sá búskapur var stundaður alveg fram á síðari ár. Og frá þessum bæ var í gamla daga stundað útræði úr vör sem eftir er nefnd gatan þar sem foreldrar mínir, Þorgeir Magnússon og Erla Guðjónsdóttir, byggðu sér hús,“ segir Brynja

„Á mínum æskuárum var Álftanesið í mikilli uppbyggingu, enda þótt þar væri margt með svip sveitarinnar; malarvegir, götulýsing var ekki til staðar og á morgnana skokkuðum við yfir tún og engi í skólann þar sem kennarinn okkar, Sesselja Ómarsdóttir, tók á móti okkur krökkunum sex sem vorum saman í bekk. Margar skemmtilegar hefðir voru til staðar í Álftanesskóla. Þar tíðkaðist að minnsta kosti í minni tíð að okkur var boðið – einu sinni hverjum árgangi – í heimsókn að Bessastöðum. Þegar ég var í 7. bekk – 12 ára gömul – fórum við þangað og ég man að þegar ég kom þangað árið 1986 þótti okkur krökkunum virkilega gaman að heimsækja Vigdísi Finnbogadóttur – og jafnvel pínulítil upphefð.“

Farfuglarnir koma snemma

Sterk tengsl við náttúruna eru eitt af því sem ræður því hve gott er að búa á Álftanesinu, segir Brynja sem lengi hefur stundað hestamennsku. Hún segir margar skemmtilegar reiðleiðir á þessum slóðum.

„Svo finnast mér einstök hlunnindi að búa við sjóinn, því fyrir vikið vorar hér fyrr en víða annars staðar. Farfuglarnir koma snemma; í síðustu viku heyrði ég til dæmis í tjaldinum. Einnig til starrans og það var engu líkara en hann væri með sinni rámu röddu að herma eftir kvaki lóunnar, en honum tókst að vísu ekkert sérstaklega vel upp,“ segir Brynja sem í dag býr við götuna Vesturtún ásamt sonum sínum tveimur; Jökli Breka sem er fjórtán ára og Þorgeiri Nóa þriggja ára.

En þrátt fyrir að búa við Vesturtún eru tengsl Brynju og sonanna tveggja við Sviðholtsvörina býsna sterk. „Líklega er þetta eins og gott samfélag á að vera í einni götu. Íbúarnir sameinast um sláttuvél og hafa auga hver með húsum annars. Svona gæti ég áfram talið. Og svona er þetta víðar en bara við þessa einu götu á Álftanesi – þar sem ég á heima og vil ekki annars staðar vera.“

Brynja Þorgeirsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson.
Brynja Þorgeirsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál