„Elska þetta allt saman“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Linnea Ahle, Gunnar Þór Gunnarsson og börnin þeirra þrjú hafa komið sér vel fyrir í notalegu og björtu raðhúsi í Fossvoginum. Fjölskyldan flutti inn í apríl og hefur gert ýmislegt til að lappa upp á heimkynnin síðan þá. Skötuhjúin eru bæði afar hrifin af byggingarstílnum sem einkennir hverfið og segja að skipulagið á húsinu henti fjölskyldunni vel. 

„Við fluttum innan hverfisins og það var einmitt það sem við vildum. Okkur hefur liðið mjög vel í þessu hverfi undanfarin fjögur ár, en það var útlit fyrir að það yrði ansi þröngt um okkur eftir að við eignuðumst tvíbura í byrjun árs. Það besta í stöðunni var því að stækka við okkur innan sama hverfis, og sem betur fer gekk það upp. Það sem heillar okkur hvað mest við hverfið eru stóru grænu svæðin innan þess, auk þess hversu lítil umferðin er. Börnin okkar munu til að mynda geta gengið í skólann án þess að fara yfir umferðargötu þegar þar að kemur,“ segir Linnea.

Húsið er málað með Nordsjö-málningu, sem fæst í Sérefni.
Húsið er málað með Nordsjö-málningu, sem fæst í Sérefni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við reyndum að gera sem mest af skítverkunum áður en við fluttum inn. Þannig skiptum við um gler í stóru gluggunum sem áttu ekki mikið eftir, stækkuðum hurðarop til að hleypa inn aukinni birtu, pússuðum og lökkuðum parket og sprautuðum loftið. Þar að auki lögðum við vínilparket frá Múrbúðinni í þrjú svefnherbergi, flotuðum rýmið fyrir innan garðhurðina, teppalögðum herbergi dóttur okkar og fleira,“ segir Linnea, aðspurð hvað þau hafi gert fyrir húsið síðan þau festu kaup á því.

„Það sem er heillandi við þessi hús er að þau bjóða upp á mikla möguleika. Það er hægt að taka niður veggi og breyta ansi miklu á nokkuð einfaldan hátt.“

Linnea segist vera hæstánægð með afraksturinn, þótt þau gætu líklega haldið áfram að dytta að húsinu út í það óendanlega.

„Við gætum sennilega haldið framkvæmdunum áfram endalaust. Við njótum þess bæði og erum líka orðin betri með aukinni reynslu. Næst á dagskrá er síðan að klára eldhúsið. Við fjarlægðum efri skápana til að létta á rýminu og settum hillur í staðinn. Það gerði mjög mikið, en núna ætlum við að sprauta innréttinguna. Lokaákvörðun um lit hefur ekki enn verið tekin, en fundarhöld um efnið eru sífellt í gangi,“ segir Linnea og kímir. „Á næsta ári vonumst við síðan til þess að geta tekið baðherbergið ærlega í gegn.“

Linnea segir að líklega sé best að lýsa stílnum á heimilinu sem skandinavískum og nútímalegum í bland, auk þess sem áhersla sé lögð á hvíta, drapplitaða og gráa tóna. „En ég er líka hrifin af Art Deco, sem brýst stundum fram,“ segir Linnea sem viðurkennir að hún sé meira drífandi þegar kemur að hönnun heimilisins.

„Gunnar hefur sinn smekk og er sem betur fer óhræddur að viðra sínar skoðanir, en hann treystir mínum ákvörðunum. Í það minnsta hingað til. Sem betur fer höfum við ekki rekist á óyfirstíganlega innréttingardeilu enn, og ég á satt að segja ekki von á því,“ bætir Linnea við.

Húsgögn og skrautmunir heimilisins eru úr ýmsum áttum og finnst skötuhjúunum gaman að blanda saman ódýrum og dýrum munum úr öllum áttum.

„Mörg af húsgögnunum okkar eru úr IKEA, en þetta er síðan kryddað með hönnunarvörum eða sérstökum munum úr öðrum verslunum. Það er mjög breytilegt hvaðan munirnir koma. Nýjustu húsgögnin okkar, svo dæmi sé tekið, eru annars vegar stóll sem ég fann í Góða hirðinum og hins vegar glerskápur sem við fengum frá Þýskalandi,“ segir Linnea, sem á erfitt með að gera upp við sig hvert eftirlætis herbergið í húsinu sé.

„Ég elska þetta allt saman, en akkúrat núna er það sennilega efri stofan. Hún er kósý, en samt rúmgóð, og við eyðum mörgum stundum þar. Eldhúsið mun samt koma sterkt inn þegar við ljúkum því alveg.“

Linnea er að lokum spurð hvernig fjölskyldunni líði á nýja heimilinu, og það stendur svo sannarlega ekki á svörum.

„Bara eins og heima. Sem er besta tilfinningin.“

Áhugasamir geta fylgst með Linneu á bloggsíðunni Trendnet, þar sem hún er dugleg að deila . 

Grái liturinn á stofunni er í grábrúnum tón, en hann ...
Grái liturinn á stofunni er í grábrúnum tón, en hann nefnist Linnea Sand. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Græni liturinn nefnist Dusky Le Havre.
Græni liturinn nefnist Dusky Le Havre. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinna upp úr fötum sem var hafnað

Í gær, 18:00 Verkefnið Misbrigði er nú unnið í þriðja sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Sá fatnaður og textíll sem unnið er með hefur, fyrir ýmsar sakir lent utangarðs. Meira »

Hödd selur eitursvala raðhúsið sitt

Í gær, 15:00 Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefur sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Húsið er nýstandsett en það var byggt 2017. Meira »

Veggfóðrið gjörbreytti hjónaherberginu

Í gær, 12:00 Ásta Sigurðardóttir lét veggfóðra einn vegg í hjónaherbergi sínu í Fossvogi. Hún valdi veggfóður frá Versace sem kemur með alveg nýja dýpt inn í herbergið. Í leiðinni málaði hún veggina í stíl og lakkaði hjónarúmið. Meira »

„Komdu út úr myrkrinu“

Í gær, 09:01 Orri Einarsson einn af stjórnendum Áttunnar lýsir reynslu sinni í neyslu og lífinu í bata. Hann kallar á alla þá sem eru ennþá þarna úti að koma út úr myrkrinu. „Hlutverk ykkar í lífinu er ekki að vera fíklar. Það er meira og stærra líf sem bíður ykkar.“ Meira »

Eru áhyggjur og kvíði að „drepa þig“?

í gær „Þegar við höfum of miklar áhyggjur í of mikinn tíma getur það þróast í alvarleg einkenni af kvíða, sjúklegum eða óeðlilegum kvíða sem hefur verulega hamlandi áhrif á líf viðkomandi. Máltækið „dropinn holar steininn“ á vel við í þessu samhengi. Kvíði af þessu tagi verður í mörgum tilfellum viðvarandi tilfinning, fólk vaknar og sofnar með svokallaðan kvíðahnút og finnur fyrir honum yfir mestallan daginn.“ Meira »

Notar ekki stílista og velur fötin sjálf

í fyrradag Stjörnurnar eru flestar með stílista í vinnu sem sjá um að klæða þær fyrir opinbera viðburði. Það eru þó sumar sem vilja ekkert með stílista hafa. Meira »

Yngsta barnið er uppáhalds

í fyrradag Það er satt það sem eldri systkini segja, yngsta barnið í systkinahópnum er í uppáhaldi. Eldri börn þykja oft frek og erfið. Meira »

Íslenska miðaldra konu langar í mann

í fyrradag „Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan eftir rúmlega 20 ára samband og 5 börn. Þetta var búið að vera mjög erfiður tími. Mikið um áföll, þunglyndi o.fl. Suma daga geng ég í gegnum sorg en aðra daga er ég bjartsýn. Áhyggjur af peningamálum koma og fara en svo er það framtíðin. Mig langar ekki að vera ein.“ Meira »

Tóku heilhring í Perlunni

í fyrradag Lokahóf og 10 ára afmælispartí HönnunarMars fór fram á í gærkvöldi á Út í bláinn í Perlunni. Stemningin var góð en boðið var upp á góðan mat, drykki, kórónuleiki og afmælishappdrætti. Meira »

HönnunarMars í Epal

í fyrradag Það var glatt á hjalla í Epal þegar HönnunarMars var settur í versluninni. Íslenskir hönnuðir sýndu afurðir sínar á sýningunni. Meira »

Rífandi stemning á Rocky Horror

í fyrradag Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

í fyrradag „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

19.3. Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

18.3. Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Retró heimili í Covent Garden

18.3. Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

18.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

18.3. Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

18.3. Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

18.3. Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

18.3. Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »