Hressandi neon-skilti í skammdeginu

Electric confetti er ástralskt fyrirtæki sem rekið er af hönnuðinum og myndlistarmanninum Natalie Jarvis. Fyrirtækið er þekkt fyrir litrík neon-skilti úr led-ljósum, en segja má að taumlaus gleði sé höfð að leiðarljósi við hönnun þeirra.

Ýmist er hægt að panta tilbúin skilti þar sem glaðleg mótíf, svo sem bananar, ísar og einhyrningar, eru í fyrirrúmi. Einnig tekur fyrirtækið að sér að sérhanna ljósaskilti eftir óskum viðskiptavina sinna, eða duttlungum öllu heldur, og kennir þar ýmissa grasa.

Neon-skiltin eru draumi líkust, sérstaklega í skammdeginu á norðurslóðum. Þá eru skiltin tilvalin fyrir þá sem vilja hressilega lýsingu, til dæmis verður eldamennskan eflaust mun skemmtilegri undir gulu rafskini stærðarinnar banana. Þá er líklega sérlega notalegt að líða út af á kvöldin með eitt stykki glóandi einhyrning yfir höfðagaflinum.

Þeir sem eru orðnir leiðir á grámóskulegum og blautum haustdögum geta skoðað úrvalið á www.electricconfetti.com.

Ljósmynd/Laura Gummerman
Skemmtileg Led-neonljósaskilti frá ástralska fyrirtækinu Electric Confetti.
Skemmtileg Led-neonljósaskilti frá ástralska fyrirtækinu Electric Confetti.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál