Hafsteinn og Karitas með jólamarkað

Hjónin Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir ætla að opna verslun …
Hjónin Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir ætla að opna verslun og vinnustofu HAF Studio að Geirsgötu 7. En fyrst ætla þau að vera með jólamarkað í húsnæðinu á Þorláksmessu. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Hjónin Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir, sem reka HAF studio, verða með jólamarkað á Þorláksmessu við Geirsgötu 7 á milli 13 og 22. Hjónin ætluðu að opna verslun í rýminu í ágúst en því miður seinkaði verkefninu. 

„Rýmið á Geirsgötu er á framkvæmdastigi og munum og við sýna gestum hvernig verslun og vinnustofa mun koma til með að líta út með 3D sýndarveruleikagleraugum. Við verðum með hluta af þeim vörum sem við munum bjóða upp á í versluninni til sölu og einnig sýnum við Veggjstjaka mini í fyrsta skipti sem er væntanlegur úr framleiðslu í vikunni ásamt borðstjaka sem hefur verið uppseldur,“ segir Hafsteinn í samtali við Smartland. 

Í HAF Studio sem opnar á nýju ári munu hjónin láta gamlan draum rætast og opna verslun í gömlu verðbúðunum við Geirsgötu. Þar ætla þau að bjóða upp á sér­hönnuð hús­gögn, eig­in vöru­línu, sér­valda notaða hönn­un­ar­vöru, blóm og plönt­ur í bland við aðra hönn­un.

Veggstjakinn er nýjasta hönnun hjónanna Hafsteins og Karitasar í HAF …
Veggstjakinn er nýjasta hönnun hjónanna Hafsteins og Karitasar í HAF Studio.
Borðstjakinn frá HAF hefur verið uppseldur. Hann verður fáanlegur á …
Borðstjakinn frá HAF hefur verið uppseldur. Hann verður fáanlegur á markaðnum á Þorláksmessu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál