Meirihluti borgarfulltrúa býr í 101

Áslaug María, Hjálmar, Dagur, Kjartan og Elsa Hrafnhildur búa öll …
Áslaug María, Hjálmar, Dagur, Kjartan og Elsa Hrafnhildur búa öll í nágrenni við Ráðhús Reykjavíkur. Samsett mynd

Slagurinn um Reykjavík er að hefjast nú þegar styttist í sveitastjórnarkosningar í maí. Skipulagsmál og húsnæðisvandinn hefur verið í brennidepli í borginni á kjörtímabilinu sem er að líða. Borgarfulltrúarnir eru 15 og meirihluti þeirra þarf ekki að fara langan veg til að komast til vinnu í Ráðhúsi Reykjavíkur. 

Borgarfulltrúarnir eru ekki sammála um allt en meirihluti þeirra virðist þó vera sammála um að það sé best að búa í 101 Reykjavík. Flestir búa þeir í nálægð við miðborgina eins og Smartland komst að en umhverfi Laugadalsins er líka vinsælt. Athygli vekur að enginn af borgarfulltrúunum er skráður til heimilis í einu af úthverfum borgarinnar. 

Áslaug María Friðriksdóttir 

Áslaug María sem er í Sjálfstæðisflokknum er skráð til heimilis á Skólavörðustíg 29, 101 Reykjavík. 

Skólavörðustígur 29.
Skólavörðustígur 29. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur B. Eggertsson

Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingunni býr í Þingholtunum, á Óðinsgötu 8b, 101 Reykjavík. 

Óðinsgata 8b.
Óðinsgata 8b. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Elsa Hrafnhildur sem situr í borgarstjórn fyrir Bjarta framtíð er skráð til heimilis á Vesturgötu 46a, 101 Reykjavík. 

Vesturgata 46a.
Vesturgata 46a. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir

Guðfinna Jóhanna situr í borgarstjórn fyrir Framsókn og flugvallarvini og er skráð til heimilis á Hraunteigi 19, 105 Reykjavík. 

Hraunteigur 10.
Hraunteigur 10. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldór Auðar Svansson

Píratinn Halldór er skráður til heimilis á Hringbraut 101, 101 Reykjavík. 

Hringbraut 101.
Hringbraut 101. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldór Halldórsson

Halldór Halldórsson úr Sjálfstæðisflokknum er skráður til heimilis að Meðalholti 12, 105 Reykjavík. 

Meðalholt 12.
Meðalholt 12. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heiða Björg Hilmisdóttir

Heiða Björg úr Samfylkingunni er skráð til heimilis í Sæviðarsundi 90, 104 Reykjavík. 

Sæviðarsund 90.
Sæviðarsund 90. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjálmar Sveinsson

Hjálmar er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar en hann er skráður til heimilis á Baldursgötu 10, 101 Reykjavík. 

Baldursgata 10.
Baldursgata 10. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjartan Magnússon

Kjartan sem er í Sjálfstæðisflokknum býr á Hávallagötu 42, 101 Reykjavík. 

Hávallagata 42.
Hávallagata 42. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristín Soffía Jónsdóttir

Kristín Soffía situr í borgarstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar er skráð til heimilis á Hrísateigi 45, 105 Reykjavík. 

Hrísateigur 45.
Hrísateigur 45. mbl.is/Kristinn Magnússon

Líf Magneudóttir

Líf situr í borgarstjórn fyrir Vinstri græn og á heima á Hagamel 32, 107 Reykjavík. 

Hagamelur 32.
Hagamelur 32. mbl.is/Kristinn Magnússon

Marta Guðjónsdóttir 

Marta er í Sjálfstæðisflokknum og býr í Bauganesi 39, 101 Reykjavík. 

Bauganes 39.
Bauganes 39. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Björn Blöndal

Sigurður Björn er í Bjartri framtíð og býr við Kirkjuteig 17 í Reykjavík. 

Kirkjuteigur 17.
Kirkjuteigur 17. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skúli Helgason

Skúli er í Samfylkingunni og er skráður til heimilis að Gnitanesi 6, 101 Reykjavík. 

Gnitanes 6.
Gnitanes 6. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir

Sveinbjörg er skráð til heimilis í Hlyngerði 1, 108 Reykjavík. 

Hlyngerði 1.
Hlyngerði 1. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál