Vorhreingerningar naumhyggjumanneskjunnar

Naumhyggjufólk er ánægt í einföldu umhverfi.
Naumhyggjufólk er ánægt í einföldu umhverfi. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Á þessum árstíma fær naumhyggjumanneskjan þessa óstjórnlegu löngun til að breyta og bæta umhverfið sitt. Hér eru nokkur góð atriði að styðjast við til að hefjast handa.

Byrjaðu á þvi að hreinsa til í svefnherberginu

Bara það að skipta á rúmum, fara úr dökkum rúmfötum yfir í ljós og hreinsa til á náttborðinu hleypir sólinni inn í lífið. Sönn naumhyggjumanneskja á alltaf tvo kassa í geymslunni sem hún fer með inn í svefnherbergið á þessum árstíma. Hún tekur allt aukadót, þungar bækur og skraut og geymir í kassanum. Setur eitt blóm á náttborðið og spreyjar sængurfatnaðinn með keim af ferskri sítrónu. 

Hreinir gluggar og mikið pláss er einkennismerki naumhyggjufólks.
Hreinir gluggar og mikið pláss er einkennismerki naumhyggjufólks. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Eins tekur hún til í fataskápnum. Hún man að 80% af tímanum notar hún einungis 20% af því sem er í skápnum. Svo hún tekur þennan meirihluta, þungar yfirhafnir og svartar flíkur og skiptir út fyrir hvítt. 

Hún passar að hafa nóg rými alls staðar, til að hleypa gleði og ljósi inn í lífið. 

Að fara yfir í ljóst á rúmið fyrir vorið hleypir ...
Að fara yfir í ljóst á rúmið fyrir vorið hleypir rými inn í huga naumhyggjumanneskjunnar. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Gluggar

Áður en lengra er haldið fer naumhyggjumanneskjan út til að anda að sér ferska loftinu. Hún verður sífellt hissa á því hvað ferska loftið gerir fyrir hana.

Á þessu augnabliki þrífur hún gluggana að utan sem og innan. Hún er óhrædd við að viðurkenna þá staðreynd að oftast eru gluggarnir óhreinni að innan á þessum árstíma.

Gluggakistur verða skínandi fallegar þegar búið er að taka helming af dóti og kertum úr þeim. 

Eldhúsið

Naumhyggjumanneskjan veit að vorhreingerningar sem þessar taka nokkra daga og reisir sér aldrei hurðarás um öxl. Hún byrjar á að taka til á eldhúsborðinu og vinnur sig þaðan yfir í ísskápinn, eldhússkápa og fleira. 

Það sem naumhyggjumanneskjan gerir sér grein fyrir er að vorhreingerningar verða að vera á öllum stöðum í lífinu. Þess vegna notar hún þessa mánuði einnig til að taka til í heimabankanum. Borðar restina af þunga matnum frá því um veturinn og sparar, til að búa til rými fyrir ný ævintýri um sumarið.

mbl.is

Frikki Dór setti brúðkaupið í uppnám

12:00 Helena Guðlaugsdóttir og Brynjúlfur Guðmundsson eru að fara gifta sig þann 6. október. Tónleikar í tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar í Kaplakrika settu óvænt strik í reikninginn en sjálf höfðu þau pantað veislusal í húsinu. Meira »

Frægir Íslendingar sem breyttu um stefnu

09:00 Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa öðlast frægð fyrir eitt en haldið svo áfram á allt annarri braut enda aldrei of seint að skipta um starfsvettvang eða skella sér í nýtt nám. Meira »

Missti 15 kíló á þremur mánuðum

06:00 Khloé Kardashian greindi frá því að hún hafi misst 15 kíló síðan hún átti dóttur sína fyrir þremur mánuðum.   Meira »

Heppin með kynlíf á 3 mánaða fresti

Í gær, 23:59 „Jafnvel þó svo að það sé frábært þegar við stundum kynlíf er ég heppin ef eiginmaður minn og ég gerum það einu sinni á þriggja mánaða fresti. Áður fyrr stunduðum við spennandi kynlíf.“ Meira »

Smámunasöm þegar föt eru annars vegar

Í gær, 21:00 Rakel Grímsdóttir hefur flottan og stílhreinan fatastíl. Rakel segist gera miklar kröfur um góð efni og snið og verslar þess vegna sjaldan á netinu. Meira »

Gullfalleg í bláu á bláa dreglinum

Í gær, 18:00 Stjörnurnar mættu að sjálfsögðu í bláum fötum þegar búið var að rúlla út bláa dreglinum í London en tilefnið var frumsýning myndarinnar Mamma Mia 2 Meira »

Hugsum hægar í hita

Í gær, 15:00 Niðurstöður rannsóknar sem skoðaði áhrif hita á vitsmunalega hugsun benda til þess að við hugsum hægar þegar hitinn er hærri. Meira »

Birkir Már ástfanginn upp fyrir haus

í gær Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson virðist vera jafnástfanginn af eiginkonu sinni, Stefaníu Sigurðardóttur, í dag og hann var fyrir níu árum. Meira »

Leigðu engan venjulegan sumarbústað

í gær Keilusalur og hjólabrettapallur er meðal þess sem er að finna í húsi sem hjónin Beyoncé og Jay-Z tóku á leigu eitt sumar fyrir nokkrum árum. Meira »

Góð ráð til þess að ferðast létt

í gær Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með eina tösku, en það getur einnig verið vandasamt. Hér eru nokkur ráð til að ferðast léttar og gera ferðalagið bærilegra. Meira »

Þú laðar til þín fólk með svipaða orku

í fyrradag Deidre lenti í því að Mac sem hún var að skipuleggja giftingu með sendir henni textaskilaboð um að sambandinu sé lokið. Átta tímum seinna er hann fluttur út. Monica Parikh fer yfir málin og útskýrir hvað fór úr skorðum. Þetta er lokagreinin um málið. Meira »

Missti oft tökin á sumrin

í fyrradag Sara Barðdal hvetur fólk til þess að setja heilsuna og hreyfinguna í forgang, og njóta þannig alls þess besta sem sumarið hefur upp á að bjóða. Meira »

Hóf ferilinn sem stílisti stjarnanna

í fyrradag Á sumrin er gaman að fara í kjóla og setja við þá stóra fallega fylgihluti. Rachel Zoe kann að stílisera og hanna í anda áttunda áratugarins. Meira »

Segir hárgreiðsluna fara öllum konum vel

í fyrradag Hárgreiðslumaður Beyoncé, Neal Farinah, hefur greitt söngkonunni í 13 ár og er með á hreinu hvað sé málið í sumar.   Meira »

Brjóstanudd bætir lífsorkuna

16.7. „Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda.“ Meira »

25 kíló farin og miklu hressari

16.7. Hafdís Þóra Hafþórsdóttir ákvað að taka lífstilinn í gegn eftir að hún tók þátt í furðufatahlaupi í fyrra með syni sínum.   Meira »

Þetta eiga þau ríku sameiginlegt

16.7. Ríkt fólk á það sameiginlegt að venja sig á ákveðinn lífstíl. Þeir sem njóta ekki jafnmikillar fjárhagslegrar gæfu eiga þó líka sitthvað sameiginlegt. Meira »

Stóru leyndarmálin

15.7. Þvert á það sem margir telja sýna rannsóknir að konur missa áhuga á einkvæni fyrr en karlar, samkvæmt sambands- og kynlífsráðgjafanum Esther Perel. Hún segir jafnframt stóra leyndarmálið vera það að konur eru sjálfhverfari en karlar þegar kemur að kynlífi. Meira »

5 vanmetin atriði sem geta bundið enda á samband

15.7. Dr. Terri Orbuch hjónabandsráðgjafi segir þessi einföldu atriði í okkar daglega lífi geta haft mikil áhrif á hjónabönd og sambönd og að lokum bundið enda á þau. Meira »

Sálfræðileg áhrif lita

15.7. Þegar kemur að því að velja liti inn á heimilið er gott að vera búin/búinn að lesa þessa grein. Þú velur þér rauðan lit ef þú vilt keyra upp orkuna en grænan ef þú vilt róa fólkið á heimilinu. Meira »

5 ráð fyrir árangursríkan blund

15.7. Það er fátt betra en að leggja sig smá, en allt er gott í hófi. Hér eru nokkur viðmið sem gott er að hafa í huga áður en maður fær sér kríu. Meira »