Vorhreingerningar naumhyggjumanneskjunnar

Naumhyggjufólk er ánægt í einföldu umhverfi.
Naumhyggjufólk er ánægt í einföldu umhverfi. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Á þessum árstíma fær naumhyggjumanneskjan þessa óstjórnlegu löngun til að breyta og bæta umhverfið sitt. Hér eru nokkur góð atriði að styðjast við til að hefjast handa.

Byrjaðu á þvi að hreinsa til í svefnherberginu

Bara það að skipta á rúmum, fara úr dökkum rúmfötum yfir í ljós og hreinsa til á náttborðinu hleypir sólinni inn í lífið. Sönn naumhyggjumanneskja á alltaf tvo kassa í geymslunni sem hún fer með inn í svefnherbergið á þessum árstíma. Hún tekur allt aukadót, þungar bækur og skraut og geymir í kassanum. Setur eitt blóm á náttborðið og spreyjar sængurfatnaðinn með keim af ferskri sítrónu. 

Hreinir gluggar og mikið pláss er einkennismerki naumhyggjufólks.
Hreinir gluggar og mikið pláss er einkennismerki naumhyggjufólks. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Eins tekur hún til í fataskápnum. Hún man að 80% af tímanum notar hún einungis 20% af því sem er í skápnum. Svo hún tekur þennan meirihluta, þungar yfirhafnir og svartar flíkur og skiptir út fyrir hvítt. 

Hún passar að hafa nóg rými alls staðar, til að hleypa gleði og ljósi inn í lífið. 

Að fara yfir í ljóst á rúmið fyrir vorið hleypir …
Að fara yfir í ljóst á rúmið fyrir vorið hleypir rými inn í huga naumhyggjumanneskjunnar. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Gluggar

Áður en lengra er haldið fer naumhyggjumanneskjan út til að anda að sér ferska loftinu. Hún verður sífellt hissa á því hvað ferska loftið gerir fyrir hana.

Á þessu augnabliki þrífur hún gluggana að utan sem og innan. Hún er óhrædd við að viðurkenna þá staðreynd að oftast eru gluggarnir óhreinni að innan á þessum árstíma.

Gluggakistur verða skínandi fallegar þegar búið er að taka helming af dóti og kertum úr þeim. 

Eldhúsið

Naumhyggjumanneskjan veit að vorhreingerningar sem þessar taka nokkra daga og reisir sér aldrei hurðarás um öxl. Hún byrjar á að taka til á eldhúsborðinu og vinnur sig þaðan yfir í ísskápinn, eldhússkápa og fleira. 

Það sem naumhyggjumanneskjan gerir sér grein fyrir er að vorhreingerningar verða að vera á öllum stöðum í lífinu. Þess vegna notar hún þessa mánuði einnig til að taka til í heimabankanum. Borðar restina af þunga matnum frá því um veturinn og sparar, til að búa til rými fyrir ný ævintýri um sumarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál