Vill hafa fallega hluti í kringum sig

Stofan er uppáhalds staðurinn í húsinu.
Stofan er uppáhalds staðurinn í húsinu. Kristinn Magnússon

Ásdís Kristjánsdóttir er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún er framúrskarandi hagfræðingur en einnig mikill fagurkeri. Hún er heimakær og leggur sig fram um að gera umhverfið í kringum sig heima fallegt. Hún er gift Agnari Tómasi Möller og saman eiga þau þrjú börn. 

Hvaða þýðingu hefur heimili fyrir þig?

„Ég er mjög heimakær, sérstaklega yfir vetrartímann en þá vil ég helst bara vera heima í heimafötunum í kringum mitt fólk. Þegar tekur að vora og yfir sumartímann reyni ég að nýta góða veðrið meira, fara í sund, hjóla eða slaka á í garðinum.“

Ásdís er mikið fyrir fjölskylduna og er heimakær.
Ásdís er mikið fyrir fjölskylduna og er heimakær. Kristinn Magnússon

Hvað skiptir þig mestu máli heima fyrir?

„Fólkið mitt.“

Hvað keyptir þú þér síðast inn á heimilið?

„Við hjónin fórum til Ísraels í vetur og keyptum listaverk þar úti á götumarkaði í Tel Aviv. Ég sé reyndar eftir því að hafa ekki keypt fleiri verk því það var svo margt fallegt á þessum markaði. Við erum ákveðin í að fara aftur til Ísraels enda stórkostlegt land og frábær upplifun að vera þarna úti.“

Duglegur drengur að lesa og læra.
Duglegur drengur að lesa og læra. Kristinn Magnússon

Áttu þér uppáhaldshorn eða svæði í húsinu?

„Fyrir utan sjónvarpssófann og rúmið mitt þá myndi ég segja stofan. Mér finnst mjög notalegt þegar það er ákveðin ró yfir öllu að setjast inn í stofu hlusta á góða tónlist og lesa skemmtilega bók. Það gerist bara of sjaldan þessa dagana en ég ætla að bæta úr því á næstunni.“

Ásdís og Agnar eru mikið fyrir listaverk.
Ásdís og Agnar eru mikið fyrir listaverk. Kristinn Magnússon
Fallegir litir sem kastast á í íslensku sólinni.
Fallegir litir sem kastast á í íslensku sólinni. Kristinn Magnússon

Ertu að tileinka þér eitthvað nýtt þegar kemur að heimilinu?

„Nei, svo sem ekki, ég spái lítið í tískustrauma í þessum efnum. Mér finnst skipta öllu máli að hafa notalegt í kringum mig og að það sé góður andi í húsinu. Ég hef þó skoðanir á því hvað mér finnst fallegt og finnst gaman að safna fallegum hlutum í kringum mig. Maðurinn minn hefur mikinn áhuga á list og hann hefur verið duglegur að fjárfesta í slíku, einkum íslenskri list. Ég hef aftur á móti sterkar skoðanir á því hvort mér finnst listaverkin falleg eða ekki. Hann hefur þurft að skila verkum til baka en það gerist örsjaldan – við erum svona oftast nær sammála um hvað sé fallegt.“

Það er mikið um listaverk á heimili Ásdísar.
Það er mikið um listaverk á heimili Ásdísar. Kristinn Magnússon

Áttu þér draumahlut eða verkefni sem þig langar að fara í næst heima?

„Baðherbergin tvö eru næst á dagskrá. Við erum með frestunaráráttu – of mikið rask og vesen sem því fylgir.“

Hefur heimili þitt breyst með árunum?

„Ég hef alltaf viljað hafa fallega hluti í kringum mig en með árunum hef ég lagt mig fram við að safna hlutum og húsgögnum sem hafa einhverja þýðingu. Mér áskotnaðist t.a.m. gamalt snyrtiborð frá ömmu sem ég gerði upp og þykir mjög vænt um. Einnig held ég mikið upp á mokkabolla sem amma mín og afi áttu og voru að safna sér fyrir 50 árum og prýða nú mitt heimili.“

Ásdísi áskotnaðist gamalt snyrtiborð frá ömmu hennar sem hún endurgerði …
Ásdísi áskotnaðist gamalt snyrtiborð frá ömmu hennar sem hún endurgerði og þykir vænt um. Kristinn Magnússon
Mokkabollar sem amma og afi Ásdísar áttu eru 50 ára …
Mokkabollar sem amma og afi Ásdísar áttu eru 50 ára gamlir og prýða nú heimili hennar. Kristinn Magnússon

Af hverju býrðu þar sem þú býrð?

„Við fluttum hingað fyrir fjórum árum. Við vildum vera í barnvænu hverfi og féllum fyrir húsinu okkar. Þá var líka ákveðin gulrót að systir mín og fjölskylda búa í hverfinu en við erum mjög nánar og börnin okkar á svipuðum aldri. Við erum enn að reyna að fá bróður okkar og mágkonu og foreldra í hverfið en þau eru eitthvað að þrjóskast við.

Okkur líður öllum mjög vel hérna og nálægðin við náttúruna er ómetanleg. Nú þegar börnin eru öll orðin þokkalega hjólafær þá stefnum við á að taka lengri hjólatúra í sumar í kringum hverfið okkar loksins.“

Manstu eftir húsi eða stað sem þú komst á í

æsku sem hafði áhrif á hvernig þú hugsar um heimili í dag?

„Æskuheimilið mitt. Mamma er til fyrirmyndar þegar kemur að öllu slíku. Reyndar má hið sama segja um tengdamömmu mína. Ég reyni að læra af þeim en stundum fallast mér hendur ef ég á að segja eins og er. Mér finnst fátt leiðinlegra en að þrífa og taka til. Ég samt þoli ekki mikið drasl í kringum mig og reyni að halda heimilinu þokkalega hreinu.“

Eldhúsið er klassískt en með nútímalegu tvisti.
Eldhúsið er klassískt en með nútímalegu tvisti. Kristinn Magnússon

Hvernig manneskja ertu heima fyrir? Eins og í vinnunni eða?

„Ég er mamma barnanna minna heima en hagfræðingur í vinnunni. Börnunum mínum finnst reyndar mjög óspennandi að vera hagfræðingur svo ég legg mig fram um að vera ekki sama manneskjan heima fyrir og í vinnunni. Annars reyni ég að skilja vinnuna eftir í vinnunni, þar til börnin eru a.m.k. komin í ró. Þegar ég kem heim þá reyni ég að njóta þess að vera með börnunum mínum þessar fáu klukkustundir sem við höfum saman á virku dögunum. Um helgar finnst mér mikilvægt að slaka á og helst hafa ekki of mikið prógramm. Það kemur fyrir að við erum í náttfötunum fram að hádegi, það má.“

Gott skipulag.
Gott skipulag. Kristinn Magnússon

Lestu bækur? Hvað ertu að lesa núna?

„Ég er oftast með tvær til þrjár bækur í gangi. Um þessar mundir er ég að lesa „The last girl“ sem fjallar um Jazída stúlku sem var tekin til fanga af ISIS. Þá var ég að klára bókin Mistur eftir Ragnar Jónasson. Það er oftast ein krimmabók á náttborðinu mínu og allar bækurnar hans Ragnars hafa á einhverjum tímapunkti legið þar.“

Hér borðar fjölskyldan saman. Einfalt og þægilegt umhverfi.
Hér borðar fjölskyldan saman. Einfalt og þægilegt umhverfi. Kristinn Magnússon
ÍSlensk list er í hámæli á heimilinu.
ÍSlensk list er í hámæli á heimilinu. Kristinn Magnússon
Hér er hægt að sitja við snarkandi arineldinn og lesa …
Hér er hægt að sitja við snarkandi arineldinn og lesa bók. Kristinn Magnússon
Klassískur flygill með ljósmyndum ofan á minnir á gömlu góðu …
Klassískur flygill með ljósmyndum ofan á minnir á gömlu góðu tímana. Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál