Hönnunarmistök sem auðvelt er að laga

Púðar geta gert mikið fyrir heimilið.
Púðar geta gert mikið fyrir heimilið. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er auðvelt að gera mistök þegar maður innréttar heimili sitt. Á meðan það er kannski í flóknara lagi að skipta út ljótu gólfefni fyrir nýtt þá er annað sem er auðveldara að laga eins og Mydomaine fór yfir. 

Listaverk

Það er ekki flókið að endurskipuleggja listaverkin á veggjunum. Margir eiga það nefnilega til að hengja verkin of hátt. Svo er líka ekki óalgengt að fólk haldi að stór verk eigi bara heima í stórum rýmum en stóru verkin koma líka mjög vel út í minni rýmum. 

Lýsing

Það tekur ekki langan tíma að stinga einum lampa í samband en það getur þó breytt heilmiklu. Oft og tíðum er bara loftljós í herbergjum en lykillinn á bak við rými sem bera af er fjölbreytt lýsing, loftljós, borðlampar og standlampar.  

Ekki nota bara loftljós.
Ekki nota bara loftljós. mbl.is/Thinkstockphotos

Uppröðun

Það að raða öllum húsgögnum upp að veggjum er ekki málið og auðvelt að laga þau mistök. Fólk ætti að prófa að raða húsgögnunum upp á nýtt enda getur það gjörbreytt herbergjum.

Forstofan

Forstofan er það sem tekur á móti fólki þegar það kemur inn á heimili. Minnka ætti drasl í forstofunni með fallegum munum sem hægt er að geyma smærri hluti og fatnað í þannig að lítið beri á. Opnar hillur ætti að nota til þess að fegra heimilið ekki til að geyma lykla, húfur og gamlan gluggapóst. 

Sófinn

Púðarnir í sófanum geta gert mikið fyrir heimilið. Þrír til fimm púðar eru nóg fyrir venjulegan sófa. Gamlir og mikið notaðir púðar gera ekki mikið fyrir stofuna. Það þarf þó ekki að kaupa nýja heldur getur það gert heilmikið að slá púðana, snúa þeim við og raða þeim upp á nýtt. 

Ekki ætti að raða öllum húsgögnunum upp við vegginn.
Ekki ætti að raða öllum húsgögnunum upp við vegginn. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál