Eldhúsin sem eru að gera allt vitlaust

Þetta fallega eldhús er í iðnaðarstíl. Hrátt og snjallt, þar …
Þetta fallega eldhús er í iðnaðarstíl. Hrátt og snjallt, þar sem einfaldleiki og góð aðstaða spila saman. Kvik innrétting frá Rafha. Ljósmynd/Rafha

Stíllinn sem er að færast yfir eldhúsin á þessu ári er einstaklega smart. Ímyndið ykkur svart í bland við viðarlitaða eik, snjöll raftæki, plöntur í bland við brass. Herralegt, stílhreint og eitursvalt. Stíllinn er þroskaður, útlitið er náttúrulegt og allir verða glaðir á þessum aðalstað heimilisins.

Náttúrulegt útlit

Náttúruleg eldhús hafa verið vinsæl lengi, en nú eru hvítu eldhúsin á hraðri leið út í tískunni.

Það er erfitt að halda hvítum eldhúsum tandurhreinum svo margir eru glaðir með þessar fréttir. Það sem snjallir gera er að setja náttúrulega eik í miðju eldhússins, eða setja borðplötur úr eik. Ljósgrá eldhús eru einnig vinsæl um þessar mundir og fallegir beige tónar. Líkt og svart/hvít eldhús voru vinsæl hér áður, þá eru grá/beige vinsæl núna.

Svartur

Svartur litur er að verða vinsæll aftur. Þá sem aðallitur á eldhúsinnréttingunni, eða í raftækjum, stólum og miðju. Vinsælt er að blanda ljósum beige lit saman við svartan eða marmara. Það sem þeir sem þora í litum hafa verið að gera er að velja sér ljósbláar flísar á milli efri og neðri skápa í þessari samsetningu sem er himneskt.

Svört stálfrí raftæki eru einnig vinsæl um þessar mundir.

Boffi eldhúsin eru fagurfræðilega einstök. Hér má sjá samspil marmara …
Boffi eldhúsin eru fagurfræðilega einstök. Hér má sjá samspil marmara og svartra innréttinga. Ljósmynd/Boffi

Viður

Ef þið skoðið bæklinga helstu innréttingafyrirtækja í heiminum er eikin að koma sterk inn aftur. Hún er nútímaleg og elegant. Vinsælt er að hafa svarta karma í kringum viðinn eða liti.

Vinsælt er að hafa mattan frágang og jafnvel smá gyllingu í efninu. Útlit í þessum stíl minnir á bachelor eldhús, en þannig er í raun best að lýsa þessum herralega stíl.

Svartar höldur eru einnig vinsælar með eikarinnréttingum.

Iðnaðarþema

Iðnaðarleg eldhús hafa verið vinsæl um tíma. En nú er stíllinn aðeins klassískari og tímalausari en áður. Hér skipta höldur og flísar lykilmáli. Opnar hirslur og aðgengi að öllum hlutum er mikivægt. Svo ekki sé minnst á viðarlitað gólf í möttu til að setja punktinn yfir i-ið.

Ljóst eldhús í iðnaðarstíl með Kvik innréttingu frá Rafha. Takið …
Ljóst eldhús í iðnaðarstíl með Kvik innréttingu frá Rafha. Takið eftir því hvernig svarti liturinn tengir aðra liti á svæðinu. Ljósmynd/Rafha

Sveitastíllinn

Sveitastíllinn er mýkri og klassískari en áður, opnar hillur úr viði eru vinsælar, og fallegar flísar. Minna er meira hér eins og annarsstaðar. Miðjur í eldhúsi eru vinsælar með marmara og svo viðarlitaðir fætur og hirslur þar undir. Eins er fallegt að mála viðarhurðar bláar í breskum sveitastíl.

Blátt nútímalegt eldús í sveitastíl. Marmari og mattar innréttingar er …
Blátt nútímalegt eldús í sveitastíl. Marmari og mattar innréttingar er fallegt saman. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Minimalískur stíll í maxi

Minimalísk heimili eru að færast yfir í maxi stílinn. Þar sem nú er vinsælt að breyta einföldum hvítum eldhúsum með því að setja litrík loft eða gólf með flísum.

Hér er fólk að leika sér með fallega fjólubláa Pantone litinn sem tilkynnt var að væri litur ársins í hönnun.

Heilsusamleg eldhús

Þessi stíll hefur ekkert sérstakt yfirbragð, heldur eru raftæki til að blanda heilsusamlegan mat. Stórir opnir gluggar og jafnvel veggir úr plöntum. Heilbrigð sál kallar á heilbrigðan líkama svo

mikilvægt er að eiga eldhús sem ýtir undir það.

Grænt og vænt eldhús frá Boffi, með plöntum, stórum gluggum …
Grænt og vænt eldhús frá Boffi, með plöntum, stórum gluggum og einfaldri innréttingu þar sem vinnusvæðið getur nýst í margt. Ljósmynd/Boffi

Marmari

Litríkar marmaraplötur, í svolítið ýktu formi, grænn marmari eða hvítur með svörtum rákum hefur aldrei verið vinsælli en núna. Viðarborðplötur eru einnig vinsælar. Grár steinn sem lítur út eins og leður og kakilitaður stein sem borðplötur er einnig vinsælt.

Snjöll eldhús

Í dag eru þægindi fyrir öllu. Tæki sem eru snjöll og vinna fyrir okkur vinsæl.

Platinum útlit

Gull, brass og platinum virkar vel inn í eldhúsið. Ef þú blandar því með grænum litum færðu róandi áhrif og stemningu sem minnir á sjöunda áratug síðustu aldar. 

Brass, gyllt og grænt hefur róandi áhrif.
Brass, gyllt og grænt hefur róandi áhrif. Ljósmynd/skjáskot Instagram
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál