Íslendingar velja leiðinlegasta húsverkið

Húsverkin eru í mismiklu uppáhaldi.
Húsverkin eru í mismiklu uppáhaldi. mbl.is/Thinkstockphotos

Húsverk er hluti af daglegu lífi fólks en mörgum leiðist þó að sinna þeim. Mikil umræða spratt í Facebook-hópnum Family living - the true story - ICELAND um það hvaða húsverk væru leiðinlegast. Í kjölfarið var gerð könnun og niðurstaðan virðist ekki fara á milli mála. 

Þegar könnunina hafði verið í gangi í tæpan sólahring voru fjölmargir búnir að taka þátt og voru flestir eða 230 manns sammála um að leiðinlegast væri að ganga frá samanbrotnum þvotti. Þvotturinn virtist reynar vera í litlu uppáhaldi hjá þáttakendum þar sem að brjóta saman tau var þriðja sæti. 

Að skúra eða moppa þótti þáttakendum næst leiðinlegast en valkosturinn var reyndar umdeildur þar sem sumum finnst allt í lagi að moppa en leiðinlegt að skúra.

Klósettþrif eru í litlu uppáhaldi hjá mörgum en svo virðist þó á fólkinu sem tók þátt í könnunni að skárra sé að þrífa klósettið en að ákveða hvað á að vera í matinn. 

skjáskot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál