Hefur húmor fyrir draslinu

Elín Oddný Sigurðardóttir hefur húmor fyrir draslinu heima hjá sér.
Elín Oddný Sigurðardóttir hefur húmor fyrir draslinu heima hjá sér. Ljósmynd/aðsend

Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri-grænna, stofnaði Facebook-hópinn Family living - the true story – ICELAND fyrir tæpu ári. Í hópnum birtir fólk myndir af drasli á venjulegum íslenskum heimilum.

Myndir af drasli

„Hópurinn er aðallega til þess fallinn til að deila myndum og myndböndum af heimilisdrasli eða sniðugum hugmyndum eins og þegar manni dettur í hug að líma sturtuhengið upp með teipi og svo er það óvart búið að vera svoleiðis í eitt og hálft ár eða mislukkaðar afmæliskökur,“ sagði Elín Oddný. 

„Þegar ég stofnaði þetta var ég að flytja þá kemur þetta tímabil þar sem allt er í rúst og þá er bara gott að hafa smá húmor fyrir því,“ sagði Elín Oddný sem er í sambærilegum sænskum hópi en hún kynntist fyrirbærinu í Svíþjóð þar sem hún bjó lengi.

Fólk upplifir pressu 

Elín Oddný telur að það sé þörf á samfélagsrýni um það hvernig fólk sýnir sig á samfélagsmiðlum. „Fólk og þá aðallega konur upplifa oft pressu. Það er ekki bara starfsferillinn og börnin heldur þarf að vera líka svo fínt heima við. Það er svona pressa úr ýmsum áttum sem getur stundum verið óraunhæf af því myndirnar sem við sýnum á Instagram og á Facebook eru af eina horninu í stofunni sem er búið að taka til í, eða ég kannast að minnsta kosti við það. Ýta þvottahrúgunni af borðstofuborðinu og taka mynd af rauðvínsglasinu og sólsetrinu úti á svölum eða eitthvað svoleiðis.“

Þvotta- og skóhrúgur, skólatöskufjall, drasl í barnaherbergjum eða inni í eldhúsi eru allt myndefni sem sjást í hópnum. „Það hrannast upp drasl á heimilum þar sem eru börn. Þú tekur til þá varir það í kannski fimm og hálfa mínútu, þá er búið að tæta allt fram. Þetta er svona endalaus barátta,“ sagði Elín Oddný. 

Hún bendir þó á að hópurinn sé bara til gamans gerður og er ekki ætlaður sem neikvæð gagnrýni eða niðurrif á annað fólk eða aðra Facebook-hópa. Fólk geti alveg verið í Family living og Skreytum hús.

Mynd sem Elín Oddný hefur sett í hópinn.
Mynd sem Elín Oddný hefur sett í hópinn.
Myndir með venjulegu heimilisdrasli eru birtar í hópnum.
Myndir með venjulegu heimilisdrasli eru birtar í hópnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál