Perla í Þingholtunum til sölu

Mímisvegur er ein fallegasta gata borgarinnar.
Mímisvegur er ein fallegasta gata borgarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Í dag kom á sölu áhugaverð eign í steinhúsi við Mímisveg í Reykjavík. Húsið var byggt árið 1930 af Valdimari Runólfssyni og er einstaklega virðulegt. Framhlið hússins er tilkomumikil og má staðhæfa að þessi eign sé ein af perlum Þingholtanna.

Í íbúðinni, sem er á 2. hæð hússins, er hátt til lofts og gluggarnir eru fallegir og kasta birtu frá þremur hliðum íbúðarinnar. Framhlið hússins er eftir myndum að dæma mjög tilkomumikil. 

Mímisvegur er eins og flestir kannast við með fjölmörgum áhugaverðum húsum, tignarlegum görðum og hávöxnum trjám. Gatan liggur í sveig frá Barónsstíg að Skólavörðuholti. Um götuna segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur í bók sinni Indæla Reykjavík: „Mímisvegur dregur nafn sitt af Mími þeim sem Mímisbrunnur (brunnur viskunnar) var kenndur við. Nafnið var sérstaklega valið með tilliti til þess að gatan skyldi tengja saman byggingar Háskóla Íslands í fyrirhugaðri háborg íslenskrar menningar í Skólavörðuholti og Landsspítalann.“

Hér er hægt að sjá íbúðina.

Glæsilegur inngangur.
Glæsilegur inngangur. Ljósmynd/Aðsend
Stór garður fylgir eigninni sem eru mikil gæði á þessum …
Stór garður fylgir eigninni sem eru mikil gæði á þessum stað borgarinnar.
Útsýnið af 2. hæð er fagurt.
Útsýnið af 2. hæð er fagurt.
Smekklegar flísar á eldhúsi og forstofu.
Smekklegar flísar á eldhúsi og forstofu.
Eldhúsið er snyrtilegt og vinnuaðstaðan er góð.
Eldhúsið er snyrtilegt og vinnuaðstaðan er góð.
Eldhúsið er ekki stórt en nýtist vel.
Eldhúsið er ekki stórt en nýtist vel.
Sætur eldhúskrókur.
Sætur eldhúskrókur.
Stofan er með gluggum sem varpa góðri birtu inn í …
Stofan er með gluggum sem varpa góðri birtu inn í rýmið.
Stofan er glæsileg og gluggarnir gera mikið fyrir rýmið.
Stofan er glæsileg og gluggarnir gera mikið fyrir rýmið.
Falleg borðstofan.
Falleg borðstofan.
Svefnherbergið er með góðu skápaplássi.
Svefnherbergið er með góðu skápaplássi.
Baðherbergi er inn af svefnherbergi.
Baðherbergi er inn af svefnherbergi.
Glæsilegt baðherbergi.
Glæsilegt baðherbergi.
Litlu atriðin geta skipt sköpum. Hurðarhúnarnir eru einstakir.
Litlu atriðin geta skipt sköpum. Hurðarhúnarnir eru einstakir.
Útsýnið er málverki líkast.
Útsýnið er málverki líkast.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál