Jólin koma snemma í ár

Mestu jólabörn landsins ættu ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þar sem senn er hægt að hefja niðurtalningu að jólum. Ef þú ert alvörusælkeri jafnast fátt á við að telja niður að jólum með jóladagatali Lakrids by Johan Bülow. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð.

Á bak við hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvörulakkrísunnendur geta ekki látið fram hjá sér fara. Þú munt finna súkkulaði, saltkaramellu, kaffi og fleiri brögð sem pöruð hafa verið saman við lakkrís sem er á heimsmælikvarða.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda hérlendis og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.

Þetta lakkrís-dagatal er fyrir alvörusælkera.
Þetta lakkrís-dagatal er fyrir alvörusælkera.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál