Hildur Birkis gerir allt upp sjálf

Hildur Birkisdóttir er ákaflega handlagin.
Hildur Birkisdóttir er ákaflega handlagin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hildur Birkisdóttir er athafnakona sem elskar að gera upp hús. Hún er einstaklega handlagin og getur farið í öll verkefni sjálf. Hún er ein af þeim sem geta reist veggi og flísalagt, en einnig saumað púða og föndrað. Hún er í raun þúsundþjalasmiður sem elskar jólin. 

Hildur Birkisdóttir er klæðskeri að mennt og segir að það besta við jólin sé að eiga gæðastundir með fjölskyldunni. „Það svo yndislegt að upplifa jólin í gegnum barnabörnin mín sem eru orðin sex talsins.

Það eru engin jól án þessa að lesa góða bók, ég fæ nú yfirleitt bók í jólagjöf, en ég gef mér sjálfri alltaf eina til tvær frá jólasveininum.

Ég hef mjög gaman af því að elda góðan mat og hefur fjölskyldan mín haft matarást á mér. Þær hafa ófáar matarveislurnar endað heima hjá mér.“ Hildur mælir með að eiga Biscotti með konsum súkkulaði og möndlum um jólin. „Biscotti eru frægar í Ítalíu. Þær eru stökkar og góðar að dýfa ofan í heitt kaffi á jólunum. Það er gott að eiga þær uppi í skáp þegar góðir gestir koma í heimsókn. Eins gerum við fjölskyldan kirsuberjakossa um jólin.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Gerir húsin sín upp frá grunni

Hildur er þekkt fyrir að vera þúsundþjalasmiður og einstaklega handlagin. „Mér finnst gaman að gera upp hús og hef bæði byggt frá grunni og tekið eldri hús í gegn,“ segir Hildur og stendur í húsi sem hún er hálfnuð með að gera upp sjálf. Hildur er þekkt fyrir einstakan smekk, en einnig hæfileika til að ganga í flest þau verk sem ganga þarf í við smíði eða endurgerð húsa.

Hvenær byrjaðir þú að fást við að smíða og gera upp húsnæði? „Ég er ekki viss. Ég á minningu úr sveitinni frá því ég var barn að smíða kofa. Ég byggði hallir úr gamalli smiðju. Ég var alltaf að teikna inn í herbergið mitt hillur og fleira sem ég vildi láta smíða þar inn. Ég var alltaf með þessa drauma um að breyta og bæta umhverfið mitt.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Athafnasemin í blóð borin

Hildur segir að þetta hafi gerst allt á mjög náttúrlegan hátt. „Afi minn var smiður og byrjaði með leikfangagerð heima hjá sér og var alltaf að smíða fyrir okkur leikföng. Ég er klæðskeri að mennt og byrjaði ung að sauma á allt og alla. Ég hef alltaf haft unun af því að teikna upp flíkur eða innréttingar og búa síðan til úr því eitthvað sem fegrar umhverfið. Að sjá hugmyndina verða að veruleika er það sem heillar.“ Hildur segir að bara að sjá fyrir sér hlutina, huga að því hvernig hægt er að nýta pláss betur sem og að nýta það sem fyrir er í húsum sé það sem dregur hana áfram í eitt verkefnið á fætur öðru. „Ég tek aldrei allt í burtu í gömlum húsum. Ég vil nýta það sem hægt er að nýta og halda þannig í karakterinn í hverju húsi.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ertu búin að gera upp mikið af húsum?

„Já, ég hef varla tölu á þeim. Ég hef gert upp eitt hús í Bandaríkjunum og síðan má segja að ég hafi gert upp hús við allar fallegustu götur borgarinnar,“ segir Hildur og nefnir hús við Holtsgötu, Sóleyjargötu, Vesturgötu og Garðastræti. Eins nefnir hún þau verk sem hún gengur í. „Ég hef byggt eitt hús frá grunni, þar sem ég sló upp veggjum, járnabatt og fleira. Ég vann það með tveimur smiðum og var þá 35 ára að aldri. Ég legg parketið sjálf, ég hef sett 1,3 tonn af steypu á gólf þar sem ég hræri og helli steypunni sjálf. Ég sparsla, teikna innréttingar, set upp innréttingar, flísalegg, parketlegg og fleira í þeim dúrnum. Ég er dugleg að fá aðstoð ef ég þarf, en ég er í svo miklu flæði og geng í flest verkin að helsta áskorunin mín við að gera upp hús eða byggja er að muna að hætta að vinna eða borða á matmálstímum.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Klassískur einfaldur stíll

Hver er þinn persónulegi stíll? „Hann er aðeins bandarískur, en ég hef þróað stílinn minn í gegnum árin. Ég er mikið fyrir ljósa liti og hör. Ég vel mér náttúruleg efni að vinna með og er dugleg að finna bæði efni og húsgögn á mismunandi stöðum. Ég læt gera mínar eigin hurðir og dunda við smáatriði sem breyta húsum í hallir ef því er að skipta. Eins geri ég allt í húsunum mínum sjálf, smíða, bólstra og sauma.“ Hildur er ekkert að stressa sig á hlutum sem skipta hana minna máli. Sem dæmi þá á hún það til að sofa inni í stofunni og ylja sér á arninum til að byrja með þegar hún flytur inn í nýtt hús. Á meðan hún vinnur sig í gegnum hvert herbergið á fætur öðru og breytir húsinu í sína bestu útgáfu. „Til að gera það sem ég geri þá þarf löngunin að vera til staðar innra með manni. Ástríðan að sjá hlutina breytast og verða eins og þeim er ætlað að vera. Ég mála og geri allt í húsunum og gef mér tíma til að gera hlutina vel. Það er gaman að búa á stað sem þú vinnur á hverju sinni líka. Það er einhver sjarmi fólginn í því. Eins nærðu betra sambandi við húsið, hvað er best að gera þegar kemur að breytingum og svo framvegis.“

Þú færð aðstoð með rafmagn og svoleiðis í húsunum?

„Nei ekki endilega, ég kann það líka. En ég fæ aðstoð með það sem ég þarf. Hvað varðar rafmang þá get ég sett upp ljós og tengla en kem helst ekki nálægt því sem snýr að vatni.

Mín fjárfesting í gegnum allt þetta ferli er hins vegar bækurnar mínar, þar sem ég skoða allt mögulegt sem hægt er að gera í húsum. Hönnunarbækur og blöð sem gefa mér hugmyndir að því sem hægt er að gera.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftirminnilegasta jólagjöfin

Eftirminnilegasta gjöfin sem Hildur man eftir um jólin er frá árinu 2002. „Ég var að læra í Pittsburgh um jólin og var búin að kaupa allar jólagjafir handa börnunum en átti ekki fyrir jólatrénu. Ég var að vinna hjá klæðskera með skólanum og fékk jólagjöf í umslagi frá vinnuveitanda mínum þegar ég kláraði að vinna á Þorláksmessu. Í umslaginu voru 30 dollarar. Ég hef aldrei glaðst svona mikið yfir neinni jólagjöf hvorki fyrr né síðar. Við börnin fórum á næsta bóndabæ og keyptum okkur það fallegasta jólatré sem að við höfum nokkurn tímann átt. Tré eins og í kvikmyndinni „Christmas Vacation“. Við þurftum stiga til að skreyta það.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Katrín sumarleg á ljósmyndanámskeiði

15:22 Katrín hertogaynja mætti í sumarlegum sægrænum kjól með vínrauðu mynstri á ljósmyndanámskeið fyrir börn.  Meira »

Eva Dögg og Stefán Darri nýtt par

10:52 Vegan mamman og Brauð & Co snillingurinn Eva Dögg Rúnarsdóttir og handboltakappinn Stefán Darri Þórsson eru nýtt par ef marka má samfélagsmiðla. Meira »

„Get ekki hætt að miða mig við aðra!“

05:00 Málið er hins vegar sú hugsun sem er föst innra með mér sem snýst um að aðrir hafi það betra en ég. Eftir að samfélagsmiðlar urðu hluti af lífinu (jamm er 45 ára) þá er ég föst í að miða mig við fólk á mínum aldri, fólk sem er aðeins yngra, fólk sem á betri bíla, skemmtilegri maka, fer í fleiri ferðir og upplifir meiri sigra. Meira »

Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

Í gær, 21:00 Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. Meira »

Svona massar þú sumartískuna með stæl

í gær Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

í gær Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

í gær Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

í gær Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

í fyrradag Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

24.6. Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

24.6. Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

24.6. Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

24.6. „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »