Hildur Birkis gerir allt upp sjálf

Hildur Birkisdóttir er ákaflega handlagin.
Hildur Birkisdóttir er ákaflega handlagin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hildur Birkisdóttir er athafnakona sem elskar að gera upp hús. Hún er einstaklega handlagin og getur farið í öll verkefni sjálf. Hún er ein af þeim sem geta reist veggi og flísalagt, en einnig saumað púða og föndrað. Hún er í raun þúsundþjalasmiður sem elskar jólin. 

Hildur Birkisdóttir er klæðskeri að mennt og segir að það besta við jólin sé að eiga gæðastundir með fjölskyldunni. „Það svo yndislegt að upplifa jólin í gegnum barnabörnin mín sem eru orðin sex talsins.

Það eru engin jól án þessa að lesa góða bók, ég fæ nú yfirleitt bók í jólagjöf, en ég gef mér sjálfri alltaf eina til tvær frá jólasveininum.

Ég hef mjög gaman af því að elda góðan mat og hefur fjölskyldan mín haft matarást á mér. Þær hafa ófáar matarveislurnar endað heima hjá mér.“ Hildur mælir með að eiga Biscotti með konsum súkkulaði og möndlum um jólin. „Biscotti eru frægar í Ítalíu. Þær eru stökkar og góðar að dýfa ofan í heitt kaffi á jólunum. Það er gott að eiga þær uppi í skáp þegar góðir gestir koma í heimsókn. Eins gerum við fjölskyldan kirsuberjakossa um jólin.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Gerir húsin sín upp frá grunni

Hildur er þekkt fyrir að vera þúsundþjalasmiður og einstaklega handlagin. „Mér finnst gaman að gera upp hús og hef bæði byggt frá grunni og tekið eldri hús í gegn,“ segir Hildur og stendur í húsi sem hún er hálfnuð með að gera upp sjálf. Hildur er þekkt fyrir einstakan smekk, en einnig hæfileika til að ganga í flest þau verk sem ganga þarf í við smíði eða endurgerð húsa.

Hvenær byrjaðir þú að fást við að smíða og gera upp húsnæði? „Ég er ekki viss. Ég á minningu úr sveitinni frá því ég var barn að smíða kofa. Ég byggði hallir úr gamalli smiðju. Ég var alltaf að teikna inn í herbergið mitt hillur og fleira sem ég vildi láta smíða þar inn. Ég var alltaf með þessa drauma um að breyta og bæta umhverfið mitt.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Athafnasemin í blóð borin

Hildur segir að þetta hafi gerst allt á mjög náttúrlegan hátt. „Afi minn var smiður og byrjaði með leikfangagerð heima hjá sér og var alltaf að smíða fyrir okkur leikföng. Ég er klæðskeri að mennt og byrjaði ung að sauma á allt og alla. Ég hef alltaf haft unun af því að teikna upp flíkur eða innréttingar og búa síðan til úr því eitthvað sem fegrar umhverfið. Að sjá hugmyndina verða að veruleika er það sem heillar.“ Hildur segir að bara að sjá fyrir sér hlutina, huga að því hvernig hægt er að nýta pláss betur sem og að nýta það sem fyrir er í húsum sé það sem dregur hana áfram í eitt verkefnið á fætur öðru. „Ég tek aldrei allt í burtu í gömlum húsum. Ég vil nýta það sem hægt er að nýta og halda þannig í karakterinn í hverju húsi.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ertu búin að gera upp mikið af húsum?

„Já, ég hef varla tölu á þeim. Ég hef gert upp eitt hús í Bandaríkjunum og síðan má segja að ég hafi gert upp hús við allar fallegustu götur borgarinnar,“ segir Hildur og nefnir hús við Holtsgötu, Sóleyjargötu, Vesturgötu og Garðastræti. Eins nefnir hún þau verk sem hún gengur í. „Ég hef byggt eitt hús frá grunni, þar sem ég sló upp veggjum, járnabatt og fleira. Ég vann það með tveimur smiðum og var þá 35 ára að aldri. Ég legg parketið sjálf, ég hef sett 1,3 tonn af steypu á gólf þar sem ég hræri og helli steypunni sjálf. Ég sparsla, teikna innréttingar, set upp innréttingar, flísalegg, parketlegg og fleira í þeim dúrnum. Ég er dugleg að fá aðstoð ef ég þarf, en ég er í svo miklu flæði og geng í flest verkin að helsta áskorunin mín við að gera upp hús eða byggja er að muna að hætta að vinna eða borða á matmálstímum.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Klassískur einfaldur stíll

Hver er þinn persónulegi stíll? „Hann er aðeins bandarískur, en ég hef þróað stílinn minn í gegnum árin. Ég er mikið fyrir ljósa liti og hör. Ég vel mér náttúruleg efni að vinna með og er dugleg að finna bæði efni og húsgögn á mismunandi stöðum. Ég læt gera mínar eigin hurðir og dunda við smáatriði sem breyta húsum í hallir ef því er að skipta. Eins geri ég allt í húsunum mínum sjálf, smíða, bólstra og sauma.“ Hildur er ekkert að stressa sig á hlutum sem skipta hana minna máli. Sem dæmi þá á hún það til að sofa inni í stofunni og ylja sér á arninum til að byrja með þegar hún flytur inn í nýtt hús. Á meðan hún vinnur sig í gegnum hvert herbergið á fætur öðru og breytir húsinu í sína bestu útgáfu. „Til að gera það sem ég geri þá þarf löngunin að vera til staðar innra með manni. Ástríðan að sjá hlutina breytast og verða eins og þeim er ætlað að vera. Ég mála og geri allt í húsunum og gef mér tíma til að gera hlutina vel. Það er gaman að búa á stað sem þú vinnur á hverju sinni líka. Það er einhver sjarmi fólginn í því. Eins nærðu betra sambandi við húsið, hvað er best að gera þegar kemur að breytingum og svo framvegis.“

Þú færð aðstoð með rafmagn og svoleiðis í húsunum?

„Nei ekki endilega, ég kann það líka. En ég fæ aðstoð með það sem ég þarf. Hvað varðar rafmang þá get ég sett upp ljós og tengla en kem helst ekki nálægt því sem snýr að vatni.

Mín fjárfesting í gegnum allt þetta ferli er hins vegar bækurnar mínar, þar sem ég skoða allt mögulegt sem hægt er að gera í húsum. Hönnunarbækur og blöð sem gefa mér hugmyndir að því sem hægt er að gera.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftirminnilegasta jólagjöfin

Eftirminnilegasta gjöfin sem Hildur man eftir um jólin er frá árinu 2002. „Ég var að læra í Pittsburgh um jólin og var búin að kaupa allar jólagjafir handa börnunum en átti ekki fyrir jólatrénu. Ég var að vinna hjá klæðskera með skólanum og fékk jólagjöf í umslagi frá vinnuveitanda mínum þegar ég kláraði að vinna á Þorláksmessu. Í umslaginu voru 30 dollarar. Ég hef aldrei glaðst svona mikið yfir neinni jólagjöf hvorki fyrr né síðar. Við börnin fórum á næsta bóndabæ og keyptum okkur það fallegasta jólatré sem að við höfum nokkurn tímann átt. Tré eins og í kvikmyndinni „Christmas Vacation“. Við þurftum stiga til að skreyta það.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

15:00 Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

14:00 Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

10:21 Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

06:00 „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

Í gær, 23:30 Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

Í gær, 21:00 Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

Í gær, 19:00 Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

í gær Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

í gær Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

í gær Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

í gær Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

í fyrradag Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

í fyrradag Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

14.1. Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

14.1. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

14.1. Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

14.1. Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »

Yndislegur en með litla kynhvöt

13.1. „Við elskum hvort annað mjög mikið en stundum bara kynlíf einu sinni í mánuði eða svo. Hann segist bara hafa litla kynhvöt.“  Meira »

Hvers vegna þurfum við vítamín?

13.1. „Margir halda því fram að þeir fái öll næringarefni sem þeir þurfa úr fæðunni. Því miður er fæðan í dag almennt mjög rýr af næringarefnum, m.a. vegna margra ára notkunar á tilbúnum áburði sem hefur rýrt jarðveginn af steinefnum.“ Meira »

Jakob og Birna Rún skemmtu sér

13.1. Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir létu sig ekki vanta þegar sýningin Líffærin var opnuð í Ásmundarsal.   Meira »
Meira píla