Smartland Mörtu Maríu
|
Heimili og hönnun
| mbl
| 21.1.2019
| 19:00
| Uppfært
7.2.2019
18:10
Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð
Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu. Íbúðin stendur við Kórsali í Kópavogi og úr íbúðinni er stórfenglegt útsýni. Karitas er vinsæll leikfimiskennari í World Class og framkvæmdastjóri Nat Kitchen, en Gylfi var atvinnumaður í fótbolta en er nú framkvæmdastjóri Iceland Tax Free.
Heimili þeirra er smekklega innréttað og er íbúðin á tveimur hæðum. Grái liturinn skapar mýkt og tengir saman rými á heillandi hátt eins og sést á myndunum.