Fáránlegt skipulag heima hjá Kardashian

Það er allt mjög vel skipulagt hjá Khloé Kardashian.
Það er allt mjög vel skipulagt hjá Khloé Kardashian.

Ef þú hefur heillast af aðferðum Marie Kondo í byrjun árs ætti næsta skref að vera aðferðir skipulagssérfræðinganna í The Home Edit. Sérfræðingarnir hafa meðal annars tekið til hendinni hjá stjörnum á borð við Khloé Kardashian. 

Nú er skrifstofa raunveruleikstjörnunnar eins og safn. Fólk með heimaskrifstofur þekkir það að nota herbergin lítið vegna þess að draslið safnast ofan á skrifborðinu. Það á sér ekki stað hjá Kardashian enda búið að raða fallega upp og allt í sama litaþemanu eins og sjá má á mynd sem skipulagssérfræðingarnir birtu á Instagram. 

Kardashian fékk líka hjálp með að endurraða í búrinu. Þó að áður hafi ekki verið jafn mikið drasl og í mörgum eldhúsum þar sem skápaplássið er minna er töluverður munur eftir aðgerð sérfræðinganna. Allt er í röð og reglu og vel sést hvað er til og hvað ekki.  

Búrið hjá Khloe Kardashian fyrir og eftir komu The Home …
Búrið hjá Khloe Kardashian fyrir og eftir komu The Home Edit. skjáskot/Instagram
mbl.is