Ragnheiður selur 127 milljóna hús

Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari.
Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari.

Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu. Um er að ræða 300 fm einbýli á besta stað á Álftanesi. Húsið var byggt 2014. 

Stíllinn hennar Ragnheiðar er hlýlegur og svolítið sveitalegur. Eldhúsið er opið inn í stofu og er það með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og svörtum borðplötum. 

Húsið er á tveimur hæðum og á efri hæðinni er guðdómlegt útsýni út á Bessastaði og í raun allan fjallahringinn í kringum Álftanesið. 

Af fasteignavef mbl.is: Tjarnarbrekka 13

mbl.is