Aron Jóhanns og Bryndís selja útsýnisíbúð

Aron Jóhannsson knattspyrnumaður selur íbúðina.
Aron Jóhannsson knattspyrnumaður selur íbúðina. mbl.is/AFP

Aron Jóhannsson atvinnumaður í knattspyrnu og kona hans Bryndís Stefánsdóttir hafa sett glæsilega útsýnisíbúð á 9. hæð í Kópavogi á sölu. Aron og Bryndís búa í Þýskalandi en Aron valdi á sínum tíma að leika með bandaríska landsliðinu í knattspyrnu í stað þess íslenska. 

Opið eldhús með fallegri eyju er í íbúðinni og nýtur útsýnið sín afskaplega vel í stofu og borðstofu. Þau Aron og Bryndís eru með flottan og vandaðan smekk og má finna falleg og klassísk húsgögn í íbúðinni inn á milli sérsmíðaðra innréttinga eftir Björgvin Snæbjörnsson arkitekt. 

Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni. Barnaherbergið er fallegt og bleikt en Bryndís og Aron eiga tveggja ára gamla dóttur. Hjónaherberginu fylgir bæði fataherbergi og baðherbergi. Ásett verð er 94,9 milljónir.

Af fasteignavef mbl.is: Lundur 5

ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is