Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

Hannes Steindórsson fasteignasali á Lind fasteignasölu.
Hannes Steindórsson fasteignasali á Lind fasteignasölu.

Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Hann segir að fasteignamarkaðurinn sé á góðu róli núna en það taki allt upp í þrjá mánuði að selja fasteign, sem áður tók skemmri tíma. 

„Það er ekki svo margt. Fyrst og fremst heiðarlegir og duglegir, flest annað lærist. Það er mikilvægt að vera skipulagður og stundvís. Auðvitað eru 80% af þessu starfi mannleg samskipti þannig að það er gott að hafa það meðferðis í þessari vinnu,“ segir Hannes.

Hannes hóf störf sem fasteignasali í janúar 2005 og er því búinn að vera í faginu í rúmlega 14 ár og segist ekki vera í leit að öðru starfi. „Ég verð í 40 ár í viðbót. Markaðurinn hefur farið í gegnum marga fasa á þessum tíma, bæði gríðarlega mikið að gera og alveg niður í að maður seldi ekki neitt svo mánuðum skipti,“ segir hann.

Þorði ekki að taka stökkið

Hannes kemur úr auglýsingabransanum og var lengi að íhuga að fara út í fasteignasölu en þorði ekki að taka skrefið.

„Ég kem úr fjölmiðlageiranum, var auglýsingastjóri SkjásEins á „prime“-tíma skjásins. Sem var gríðarlega skemmtilegur og lærdómsríkur tími, byrjaði á SkjáEinum árið 1999 sem sölumaður, þá 21 árs gamall og þurfti að safna skeggi til þess að fólk vildi tala við mig. Gunnar Sverrir Harðarson, einn minn besti vinur, var búinn að reyna að fá mig í fasteignageirann í svolítinn tíma en ég þorði ekki, svo býðst Gunnar til að vinna með mér í teymi og þá sló ég til, sé ekki eftir því, þetta er skemmtilegasta starf í heimi,“ segir Hannes.

Aðspurður hvað hann hafi lært á þessum 14 árum sem fasteignasali segir hann það vera ansi margt.

„Mjög erfið spurning, ég hef lært að vinna fyrir og með fólki. Ég vinn á 25 manna fasteignasölu og gæti ekki verið heppnari með starfsfólk. Ég hef hitt og talað við hátt í tíu þúsund Íslendinga á þessum 14 árum. Kynnst mörgu góðu fólki. Ég hef lært að þetta er mikil nákvæmnisvinna og henni fylgir gríðarleg ábyrgð sem ég ber mikla virðingu fyrir. Fasteignasalar sýsla með aleigu fólks og að sama skapi er þetta stærsta fjárfesting langflestra á lífsleiðinni, það ber að minna sig á það reglulega,“ segir hann.

Hvað er alveg harðbannað að gera ef þú ert fasteignasali?

„Það er svo margt, lögin eru mjög skýr hvað má og hvað má ekki, fasteignasali má til dæmis ekki kaupa fasteign á þeirri fasteignasölu sem hann vinnur á,“ segir hann.

Hver eru erfiðustu tilvikin sem koma upp?

„Langerfiðustu málin eru leyndir gallar, eitthvað sem hvorki seljandi, kaupandi né fasteignasali sér. Langflest mál leysast farsællega en sum eru þung. Myglan er mjög erfið, er oft inni í veggjum, sést ekki við skoðun og margir mjög hræddir við hana. Gallamál eru alltaf erfið, fólk búið að hlakka mikið til að komast inn á nýtt heimili og svo koma í ljós gallar sem geta verið mjög flóknir.“

Er hægt að leysa öll mál?

„Langflest, því miður koma upp mál sem eru mjög flókin eins og til dæmis mygla sem engin vissi af. Ég þori ekki alveg að svara hversu mörg mál í prósentum leysast ekki án dómstóla en það er innan við 1% myndi ég telja.“

Hvernig er fasteignamarkaðurinn akkúrat núna?

„Hann er í jafnvægi en ennþá vantar mikið upp á eðlilegan samningafjölda miðað við fólksfjölgun síðastliðin ár. Framboð hefur aukist jafnt og þétt og kaupendur hafa meiri tíma til að skoða, það eru fleiri fasteignir sem koma til greina. Í flestum tilfellum getur fólk skoðað tvisvar til þrisvar áður en tekin er ákvörðun um kaup. Það er miklu eðlilegri markaður heldur en hefur verið síðastliðin tvö til þrjú ár þar sem stór hluti eigna seldist strax. Ef mig misminnir ekki þá er sölutími í dag um þrír mánuðir að meðaltali.“

Hvernig sérðu 2019 þróast?

„Mín skoðun er að samningum fjölgi lítillega árið 2019 miðað við 2018 og fasteignaverð hækki um 3-4%, sem yrði þá í samræmi við verðbólgu. Þessum miklu hækkunum síðastliðin ár er lokið í bili að mínu mati. Árið fór vel af stað, 19% fleiri samningar í janúar 2019 heldur en janúar 2018. Auðvitað hafa verkföll og þannig stór mál áhrif á fasteignageirann eins og aðra.

Árið verður gott í heildina, mögulega aðeins hægara næstu mánuði á meðan kjaramál eru óleyst, í framhaldi af samningum þar verður allt eðlilegt.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

10:25 „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

05:00 Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

Í gær, 21:00 Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

Í gær, 18:00 Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

Í gær, 14:00 Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

Í gær, 11:00 Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

í gær Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

í fyrradag Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

í fyrradag „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

í fyrradag Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

21.4. Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

20.4. Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

20.4. Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

20.4. Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

20.4. Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

20.4. Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

20.4. Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

19.4. Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

19.4. Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »