Eitt fallegasta hús landsins til sölu

Eitt fallegasta hús landsins er komið á sölu. Túngata 34.
Eitt fallegasta hús landsins er komið á sölu. Túngata 34. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Anna Margrét Jónsdóttir er búin að vera að gera upp húsið sitt á Túngötu 34 á undanförnum árum. Þau hjónin keyptu það fallega upp gert á sínum tíma, en hafa á síðustu árum lagt nokkuð mikla vinnu í að gera það að fullu. Þau hafa aldrei viljað umfjöllun um húsið í fjölmiðlum, en nú vilja þau passa upp á að það komist í réttar hendur. 

„Þegar ég keypti húsið á sínum tíma þá var það sem heillaði mig mest hvað fyrri eigendur höfðu haldið fallega í það sem var upprunalegt við húsið. 

Þau höfðu unnið með fagfólki í að laga upprunalegar rósettur. Þau fundu málverk á bak við skáp í anddyrinu og fluttu inn rautt gler sem var sett inn í rýmið sem passaði fullkomlega við upprunalegan lit á hurð hússins,“ segir Anna Margrét. 

Borðstofan á miðhæð húsins er rúmgóð.
Borðstofan á miðhæð húsins er rúmgóð. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Dagstofan er með fallegri birtu að utan. Hér má sjá …
Dagstofan er með fallegri birtu að utan. Hér má sjá fallega Arco lampann og svanina eftir Arne Jacobs. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Húsið er rúmlega 300 fm að stærð en að auki eru fermetrar í risi hússins sem ekki eru skráðir. Húsið var byggt árið 1926 og er nánast algjörlega endurnýjað að utan sem innan. Flest rými hússins eru með aukinni lofthæð. Allt parket í húsinu er gegnheilt plankaparket. 

Hver er ástæða þess að þið eruð að selja húsið?

„Það eru blendnar tilfinningar að selja þetta fallega hús, en annað barnið er að fara að heiman og það er eitthvað innra með mér sem kallar á áframhaldandi verkefni um að gera upp og breyta. 

Ég vona að húsið farið í hendurnar á aðila sem kann að meta uppruna þess. Fjölskyldan okkar er búin að eiga yndislegar stundir hér. Enda stendur húsið á einstökum stað í einum fallegasta hluta borgarinnar að mínu mati,“ segir hún. 

Þegar komið er inn í húsið er hugguleg stofa sem …
Þegar komið er inn í húsið er hugguleg stofa sem tekur á móti manni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Sólveig Jónsdóttir innanhúsarkitekt vann með Önnu Margréti í að útfæra breytingar á miðhæðinni. Eldhúsið var gert upp að fullu. Eins var baðherbergið á aðalhæðinni endurgert í takt við annað í húsinu. 

Dagstofa og borðstofa.
Dagstofa og borðstofa. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Af fasteignavef mbl.is: Túngata 34

Séð úr borðstofu inn í dagstofu.
Séð úr borðstofu inn í dagstofu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Eldhúsið er nýuppgert. Parketið er gegnheilt og er það sama …
Eldhúsið er nýuppgert. Parketið er gegnheilt og er það sama í öllu húsinu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Í eldhúsinu er fallegur marmari með gullrákum.
Í eldhúsinu er fallegur marmari með gullrákum. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Þetta rými er bakvið eldhús á miðhæðinni.
Þetta rými er bakvið eldhús á miðhæðinni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Eldhúsið er nýuppgert.
Eldhúsið er nýuppgert. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Séð inn í heldhús þar sem gengið er niður á …
Séð inn í heldhús þar sem gengið er niður á jarðhæð. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Anddyri húsinins er með rauðu gleri í glugga sem passar …
Anddyri húsinins er með rauðu gleri í glugga sem passar við útidyrahurð hússins. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Rauður er áberandi í anddyri húsins.
Rauður er áberandi í anddyri húsins. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Stigi niður á jarðhæð.
Stigi niður á jarðhæð. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Stigi frá miðhæð hússins. Fallegt tréverk tónar vel við parket …
Stigi frá miðhæð hússins. Fallegt tréverk tónar vel við parket og veggi. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Stofa á annarri hæð húsins.
Stofa á annarri hæð húsins. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Herbergi í risi hússins.
Herbergi í risi hússins. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hjónasvítan er falleg og rúmgóð.
Hjónasvítan er falleg og rúmgóð. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Herbergi á annarri hæð.
Herbergi á annarri hæð. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Andyri jarðhæðar er einnig rúmgott.
Andyri jarðhæðar er einnig rúmgott. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Baðherbergi á jarðhæð.
Baðherbergi á jarðhæð. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Baðherbergin í húsinu er falleg og stílhrein.
Baðherbergin í húsinu er falleg og stílhrein. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Líkamsræktarstaða á jarðhæð hússins.
Líkamsræktarstaða á jarðhæð hússins. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál