Blómstrandi tré eru málið núna

Sigríður Helga Sigurðardóttir.
Sigríður Helga Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. 

„Fólk vill hafa gróður í kringum sig, það finnur fyrir vellíðan að hafa gróður í sínu nærumhverfi. Það er gott að geta notið fegurðarinnar sem er í gróðri. Fólk er mikið með blóm og tré í pottum á pallinum, svölunum, stéttinni. Það er mikið úrval af pottum sem fólk plantar í. Garðeigendur hugsa mikið um að eitthvað sé að blómstra á hverjum tíma í garðinum, eitthvað vorblómstrandi, svo fyrripart sumars, miðsumars og svo á haustin,“ segir hún.

-Er fólk farið að vilja meiri gróður?

„Já, svona almennt vill fólk hafa gróður í kringum sig. En auðvitað er líka til fólk sem vill ekki hafa gróður í kringum sig. Svo eru margir komnir með sumarbústað þar sem fólk vill hafa gróður líka, þannig að áhugi er mikill fyrir gróðri.“

-Hefur umhverfisvitund áhrif á hvað fólk setur í garðinn sinn?

„Það eru örugglega einhverjir sem hugsa gróður út frá umhverfisvitund, en mest held ég að þetta sé áhugi og sköpunarþörf sem hvetur fólk áfram til að hafa fallegt í kringum sig með blómum og trjám.“

Nú er það vinsælt að vera með tré í pottum á pallinum eða á hellulögðum veröndum. Hvaða tré þrífast best í stórum pottum?

„Fólk hefur prófað ýmislegt í pottum og gengur vel með ótrúlegustu tré. Það þarf að huga vel að tegundum þegar valið er í potta. Einnig þarf að huga að vökvun á plöntum í pottum, sérstaklega á haustin og inn í veturinn. Því að plöntur í pottum geta dáið úr þurrki yfir veturinn. En það á ekki að vökva mikið yfir veturinn, en þarf að halda raka í pottinum. Svo þarf líka að huga að áburðargjöf í pottana svo að plönturnar þrífist vel í þeim. En það má ekki vera of mikill áburður, t.d. í 35 l pott þarf að setja ca. 4-10 stk. af blákorni. Þannig að þetta er ekki mikið.“

-Er til dæmis hægt að vera með kirsuberjatré í potti?

„Rósakirsi sem blómstrar bleikum blómum getur ekki verið í potti allt árið vegna þess að það getur verið of kalt fyrir ræturnar á veturna að frjósa ofanjarðar, en það sem fólk hefur gert með viðkvæmar tegundir er að það hefur klætt pottinn í gamla lopapeysu eða teppi yfir veturinn til að varna kulda á rætur. Við heyrum sögur frá fólki sem er mjög natið við pottaræktina sína og það er að takast hjá því fólki.“

-Finnst þér fólk vilja meiri blómstrandi tré núna en áður? „Já, fólk sækir í að hafa eitthvað blómstrandi á hverjum tíma/mánuði í garðinum yfir sumarið og vorið. Okkar viðskiptavinir hafa alltaf viljað mikið af blómum og hafa blómlegt í kringum sig.“

-Hvað ertu með í þínum garði? „Ýmislegt er ég nú með í mínum garði. Rósir, rósakirsi, sígræn tré, fjölær blóm, tré og runna. Hortensíur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál