Risastór eyja gjörbreytir íbúðinni

Eyjan er stór og góð.
Eyjan er stór og góð. ljósmynd/Fasteignaljósmyndun

Á Bræðraborgarstíg í 101 Reykjavík er að finna afar sjarmerandi fjögurra herbergja risíbúð sem nú er komin á sölu. Stór steypt eldhúseyja í miðju íbúðarinnar setur sérstakan svip á íbúðina.

Nánast allt eldhúsið er á eyjunni hvort sem um er að ræða eldavél, vinnuaðstöðu, hirslur eða borðstofu. Tilkoma eyjunnar gjörbreytir öllu skipulagi íbúðarinnar. Eyjunni er lokað með viðarfjölum sem fullkomna hráan og hippalegan stíl þeirra sem búa í íbúðinni. 

Ásett verð er 49,9 milljónir en íbúðin sem er 83,8 fermetrar er að hluta til undir súð. Það sem er kannski óvenjulegt við risíbúðina fyrir utan eyjuna góðu er hversu góðir og stórir stofugluggarnir eru.  

Af fasteignavef Mbl.is: Bræðraborgarstígur 4a

ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál