Svona er stóllinn sem þig dreymir um búinn til

Y-stóllinn eftir Hans J. Wegner er mikið listaverk.
Y-stóllinn eftir Hans J. Wegner er mikið listaverk.

Einn þekktasti húsgagnahönnuður heims, Hans J. Wegner, hannaði yfir 500 stóla á sinni starfsævi. Einn hans vinsælasti stóll er er kallaður Y en dagana dagana 20.-21. september býðst áhugasömum hönnunarunnendum að fylgjast með vefaranum Muhamad vefa nokkra Y- stóla í verslun Epal. Muhamad er einn af færustu vefurum sem starfa hjá Carl Hansen & Søn sem framleitt hefur þessa þekktu stóla frá árinu 1950. 

Muhamad kemur til með að sýna ótrúlega tækni sem er að baki þess að vefa sæti í Y stólana og hægt verður að festa kaupa á þessum stólum sem eru merkilegir fyrir þær sakir að vera að hluta til framleiddir á Íslandi. Einnig verður mögulegt að fá Muhamad til að árita stólana - einungis 6 eintök í boði. 

Stóllinn er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál