Tvöfaldur spegill algjört lykilatriði

Nicole Scherzinger við tvöfalda spegilinn sinn.
Nicole Scherzinger við tvöfalda spegilinn sinn. Skjáskot/Youtube

Gott skipulag skiptir öllu máli inni á heimilinu. Baðherbergið er þar ekki undanskilið og það veit Pussycat Dolls-söngkonan Nicole Scherzinger. Scherzinger hleypti Allure inn á baðherbergið sitt á dögunum og fór yfir hvað þar væri að finna en skipulag baðherbergisins er ekki síður spennandi en snyrtivörur hennar. 

Scherzinger lagði mikið upp úr því að fá tvöfaldan spegil á baðherbergið. Söngkonan kallar það að vera með tvöfaldan spegil þegar hægt er spegla sig báðum megin við. Spegillinn er því ekki hengdur upp á vegg heldur skiptir rýminu í tvö rými. Öðrum megin er vaskur og annað sem snýr að hreinlæti en hinum megin er snyrtivöruhornið. 

Skipulagið snýr ekki bara að því hvar hún málar sig og hvar hún þrífur andlitið heldur er hún einnig með snyrtivörurnar vel skipulagðar. Hún til dæmis merkir allar vörur sem hún á þannig að allt er á sínum stað. Er með allt vel merkt í sér hólfum og sér pokum. 

mbl.is