Einn af Ljótu hálfvitunum flytur

Snæbjörn Ragnarsson, tónlistarmaður og rithöfundur.
Snæbjörn Ragnarsson, tónlistarmaður og rithöfundur. mbl.is/Styrmir Kári

Snæbjörn Ragnarsson og Hólmfríður Agnes Grímsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð við Lindarbraut á Seltjarnarnesi á sölu. Snæbjörn er í tveimur hljómsveitum, Skálmöld og Ljótu hálfvitunum og svo vinnur hann á auglýsingastofu. Hólmfríður Agnes starfar í Madison ilmhúsi sem er eitt best geymda leyndarmál Reykjavíkur. 

Nú hyggst fjölskyldan flytja og þess vegna er íbúðin komin á sölu. Um er að ræða 74 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem byggt var 1961. 

Heimili þeirra er iðandi af lífi og fjöri eins og sést á myndunum. Í eldhúsinu er nýleg grá sprautulökkuð innrétting úr IKEA. Þar er gott skápapláss og rými fyrir stórt og gott eldhúsborð sem skiptir máli ef fólk hefur gaman að því að fá gesti í mat. 

Af fasteignavef mbl.is: Lindarbraut 2

mbl.is