Falleg 65,6 fm íbúð við Ásvallagötu

Við Ásvallagötu í Reykjavík stendur ákaflega hlýleg og falleg 65,6 fm íbúð. Íbúðin er á efstu hæð og er í raun stærri því hluti er undir súð. 

Eldhús og stofa eru í samliggjandi rými og útsýni úr þessum rýmum yfir Vesturbæinn.

Hvít sprautulökkuð innrétting er í eldhúsinu og eru ljósar viðborðplötur á borðum á eyjunni en við vegginn eru hvítar borðplötur. Lítið er um efri skápa heldur er veggurinn málaður í mjúkum lit. Rússneskar ljósaperur fá að njóta sín á skapandi hátt í eldhúsinu.

Í stofunni eru innbyggðar hillur sem koma vel út.

Ásett verð er 42.800.000 kr. en fasteignamat fyrir 2020 er 37.350.000 kr.

Af fasteignavef mbl.is: Ásvallagata 17

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »