Minnstu íbúðirnar á Íslandi eru litlar en dýrar

Íbúðir þurfa ekki endilega að vera stórar.
Íbúðir þurfa ekki endilega að vera stórar. Samsett mynd

Í heimi þar sem mikil áhersla er lögð á einfaldan og naumhyggjulegan lífsstíl er málið að búa í minni íbúðum í stað einbýlishúsa á nokkrum hæðum. Minnstu íbúðirnar á fasteignamarkaðnum í dag eru ekki stórar en það þýðir ekki að þær kosti ekki sumar yfir 30 milljónir. 

Smartland tók saman fimm minnstu íbúðirnar á fasteignavef Mbl.is. 

Bragagata 22 - 23,6 fermetrar

Á jarðhæð á Bragagötu í 101 Reykjavík er hægt að eignast stúdíóíbúð fyrir aðeins 19 milljónir. Íbúðirnar í miðbæ Reykjavíkur gerast ekki ódýrari en heldur ekki minni enda íbúðin sem er skráð sem verslun aðeins 23,6 fermetrar. 

Af fasteignavef Mbl.is: Bragagata 22

ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Víðimelur 45 - 32,3 fermetrar

Í Vesturbænum er hægt að búa smátt í lítilli 32,3 fermetra íbúð. Íbúðin er á dýru svæði og kostar 23,9 milljónir þrátt fyrir að vera stúdíóíbúð í niðurgröfnum kjallara. 

Af fasteignavef Mbl.is: Víðimelur 45

Víðimelur 45.
Víðimelur 45. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Hverfisgata 44 - 32,7 fermetrar

Stærðin á þessari smekklegu og glænýju stúdíóíbúð er ekki nema 32,7 fermetrar með geymslu. Fólk sem lifir einföldu lífi þarf ekki mikið meira, en íbúðin er í nýrra fjölbýlishúsi í hjarta Reykjavíkur. Þrátt fyrir að vera lítil kostar íbúðin þó 30,4 milljónir. 

Af fasteignavef Mbl.is: Hverfisgata 44

Hverfisgata 44.
Hverfisgata 44. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Davíðshagi 2 - 33,5 fermetrar

Þessi stúdíóíbúð er á annarri hæð í nýrri blokk á Akureyri. Nýjar íbúðir eru oft dýrari en aðrar íbúðir en þessi er íbúð kostar þó ekki nema rúmlega 16 milljónir sem hlýtur að teljast fantagott verð. 

Af fasteignavef Mbl.is: Davíðshagi 2

Davíðshagi 2.
Davíðshagi 2. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Hafnarstræti 81 - 33,6 fermetrar

Í miðbæ Akureyrar er hægt að fá útsýnisíbúð á fjórðu hæð í lyftuhúsi á ekki nema 18,5 milljónir. Íbúðin er reyndar 33,6 fermetra stúdíóíbúð. 

Af fasteignavef Mbl.is: Hafnarstræti 81

Hafnarstræti 81.
Hafnarstræti 81. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Hagamelur 14 - 33,7 fermetrar

Þessi stúdíóíbúð í Vesturbæ Reykjavíkur er ekki nema tæpir 34 fermetrar en þar sem hún er risíbúð er gólfflöturinn töluvert stærri. Einnig er afar hátt til lofts og gerir það íbúðina bjarta og fallega. Íbúðin kostar 24,5 milljónir. 

Af fasteignavef Mbl.is: Hagamelur 14

Hagamelur 14.
Hagamelur 14. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

 

mbl.is