6 framúrskarandi ilmkerti fyrir jólin

Ilmkerti eru ómissandi hluti af aðventunni.
Ilmkerti eru ómissandi hluti af aðventunni. Ljósmynd/Unsplash

Fastur liður í jólahátíðinni fyrir marga er að kaupa ilmkerti fyrir jólin. Á árum áður þótti erfitt að finna slíkt hér á landi en nú er öldin önnur. Þrátt fyrir mikið úrval þykja ilmkertin misgóð. Þessi kerti þykja skara fram úr að mati ritstjórnar Jólablaðs Morgunblaðsins fyrir jólin.

Noël Annick Goutal

Það er ekki hægt að fjalla um jólakerti án þess að minnast á Noël frá Annick Goutal. Ferskur sítrusilmurinn í bland við appelsínur, mandarínur og síberíska furuviðinn gerir kertið ómótstæðilegt. Að margra mati það allra besta sem nokkru sinni hefur verið gert þegar kemur að jólakertum.

Fæst á Amazon og www.goutalparis.com

Holiday Ralph Lauren

Jólakertið frá Ralph Lauren er ómótstæðilegt um jólin. Ilmurinn, sem minnir á rifsber, krydd, kanil og greni, færir jólin inn í hvert herbergi heimilisins. Enda hefur hr. Lauren búið til kerti sem er komið til að vera. Algjörlega klassískt og stenst tímans tönn.

Fæst í Mathilda.

Angantíra Geysir

Úr heimilislínu Geysis fæst jólakertið Hátíð ljóssins sem er milt jólakerti búið til úr vönduðum ilmkjarna frá Grasse í Frakklandi.

Fæst í Geysi.

Fischer

Ilmkertið frá Fischer minnir á íslenskan furuskóg í bland við sykurpúða á viðargrein. Umbúðirnar eru úr notuðum Ora-dósum og er ilmkjarninn blandaður á Íslandi.

Fæst í Fischer.

Coconut Milk

Mango Illumi

Ilmkertið frá Illumi er vinsælt um jólin, þá sér í lagi þar sem blandan af kókós, vanillu og mjólk minnir á bakstur vanillusætabrauðs um jólin.

Fæst í Hlín Reykdal.

Jul Skandinavisk

Jólakertið frá Skandinavisk færir ilm jólanna heim. Kertið ilmar af bökuðum piparkökum, hunangi, negul og jólaglöggi svo eitthvað sé nefnt.

Fæst í Epal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál