„Það eina sem við breyttum ekki var baðið“

Marta Magnúsdóttir tók íbúð í Hafnarfirði í gegn ásamt kærasta …
Marta Magnúsdóttir tók íbúð í Hafnarfirði í gegn ásamt kærasta sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Marta Magnúsdóttir og kærasti hennar, Gísli Laufdal Stafánsson, keyptu 129 fermetra íbúð með bílskúr í Hafnarfirði í september árið 2018. Parið flutti loksins inn ásamt dóttur sinni Hrafntinnu og labradorhundinum Bronco í janúar árið 2019 en þau tóku sér góðan tíma í að taka íbúðina í gegn.

Marta segir að þau Gísli hafi gert mestallt sjálf með góðri hjálp frá fjölskyldu sinni. Þar sem Gísli er á sjó annan hvern mánuð töfðust framkvæmdirnar aðeins. 

„Við tókum niður allt loft og settum innfellda lýsingu, nýtt parket og hurðir og nýja eldhúsinnrétingu og fataskápa. Það eina sem við breyttum ekki var baðið. Við tókum niður vegg á milli eldhúss og stofu til að opna rýmið og færðum þottahúsdyrnar úr eldhúsi inn á svefnherbergisgang til að fá stærra eldhús. Það var einnig lítil geymsla inn af forstofunni sem við breyttum í fataherbergi fyrir yfirhafnir,“ segir Marta um þær breytingar sem þau gerðu. 

Marta segir að breytingarnar hafi gert það að verkum að íbúðin stækkaði mjög mikið auk þess sem hún varð bjartari. Þau fengu mun stærra eldhús, gerðu eyju og flæðið varð betra í íbúðinni. 

Meira flæði er í íbúðinni eftir að Marta og Gísli …
Meira flæði er í íbúðinni eftir að Marta og Gísli tóku íbúðina í gegn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þau Marta og Gísli keyptu íbúðina með það í huga að breyta henni. 

„Okkur langaði að opna íbúðina og gera hana bjarta og sáum mikla möguleika. Hún er svo vel skipulögð þrátt fyrir að vera bara um 100 fermetrar að stærð. Það var alltaf planið að finna eldri eign og gera hana að okkar og fá að innrétta hana eftir okkar höfði.

Vildu hvorki svart né hvítt

Við keyptum eldhúsið okkar hjá HTH og erum mjög ánægð með það. Okkur langaði ekki í hvíta eða svarta innréttingu og við fundum frábæra innréttingu sem er dökkbrún. Við settum Mortex á eldhúsið sem er með sömu áferð og steinn en kostar margfalt minna. Fataskápana keyptum við svo alla í Ikea. Parket og hurðir keyptum við í Birgissyni.“  

Innréttingin er frá HTH og er dökkbrún.
Innréttingin er frá HTH og er dökkbrún. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Marta segist elska að sitja uppi í sófa og njóta þess að horfa kringum sig á hið fallega heimili sitt og hafa það notalegt. 

„Ég elska borðstofuborðið mitt frá NORR11. Svo þykir mér líka mjög vænt um hluti sem hafa tilfinningalegt gildi eins og málverk frá ömmu minni og afa og vasa frá ömmu minni sem er látin.

Marta nýtur þess að sitja í sófanum og hafa það …
Marta nýtur þess að sitja í sófanum og hafa það notalegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vön framkvæmdum

Framkvæmdir taka alltaf lengri tíma en maður heldur. Við ætluðum ekki að gera svona margt í upphafi en svo vindur það upp á sig. Það tekur vel á að vera í framkvæmdum en maður er alltaf svo ánægður eftir á. Við gerðum einnig upp okkar fyrstu íbúð fyrir rétt rúmum þremur árum svo við erum orðin smá vön og margt sem við lærðum og gerðum betur í þessari framkvæmd. Eins og núna tæpu ári eftir að við fluttum inn erum við nýbúin að klára litlu hlutina sem maður nennir hreinlega ekki að gera þegar maður er fluttur inn.“

Borðstofuborðið kemur vel út.
Borðstofuborðið kemur vel út. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það mætti segja að þau Marta og Gísli væru orðin nokkuð vön því að taka íbúðir í gegn og býr Marta yfir nokkrum góðum ráðum. 

„Þetta mun alltaf taka lengri tíma en maður gerir ráð fyrir og kosta meira. Við höfum núna gert þetta tvisvar og munum pottþétt gera þetta aftur seinna meir, en núna ætlum við að njóta í einhvern tíma hér. Maður uppsker eins og maður sáir og gleðin er mikil þegar verkinu lýkur,“ segir Marta ánægð með íbúðina. 

Borðstofuborðið er úr Norr11.
Borðstofuborðið er úr Norr11. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá framkvæmdunum og áður en eldhúsinu var breytt.

Hjónaherbergið kemur skemmtilega út með sömu málningu í loftinu og …
Hjónaherbergið kemur skemmtilega út með sömu málningu í loftinu og á veggjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Eldhúsið var lokað þegar Marta og Gísli keyptu íbúðina.
Eldhúsið var lokað þegar Marta og Gísli keyptu íbúðina. ljósmynd/aðsend
Horft úr eldhúsinu fyrir breytingar.
Horft úr eldhúsinu fyrir breytingar. ljósmynd/aðsend
Stofan fyrir breytingar.
Stofan fyrir breytingar. ljósmynd/aðsend
Marta og Gísli tóku niður loftið til þess að breyta …
Marta og Gísli tóku niður loftið til þess að breyta lýsingunni. ljósmynd/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál