Einbýli Bjarkar Guðmundsdóttur til sölu

Björk selur Grettisgötuna.
Björk selur Grettisgötuna. ALESSIA PIERDOMENICO

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett hús sitt á Grettisgötu 40 á sölu. Björk keypti húsið árið 2003 en hefur ekki búið þar síðustu ár. 

Grettisgata 40 er 73 fermetra einbýlishús. Það er á tveimur hæðum og klætt grænu bárujárni að utan. Húsið stendur á eignarlóð og eru tvö bílastæði á lóðinni. Ásett verð er 52.900.000 en fasteignamat hússins er 49.550.000. Húsið var byggt árið 1903.

Þrátt fyrir að vera smátt í sniðum er húsið bjart og fallegt. Gengið er inn á efri hæð hússins en þar eru stofa og eldhús. Viðarstigi tengir saman hæðirnar en á neðri hæðinni er herbergi, baðherbergi og þvottahús. 

Þetta er ekki eina eign Bjarkar en hún býr ásamt dóttur sinni á Ægisíðu 94. Ægisíðuna keypti hún í mars árið 2004 en fasteignamat hússins er 197.400.000.

Af fasteignavef mbl.is: Grettisgata 40

Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál