Helga hefur búið í sama húsinu frá 1981

Helga Árnadóttir er mikill fagurkeri.
Helga Árnadóttir er mikill fagurkeri. Ljósmynd/Saga Sig

Athafnakonan Helga Árnadóttir prýðir forsíðu Heimili og hönnun sem fylgir Morgunblaðinu á morgun. Helga segir í viðtali við blaðið að hún hafi búið í húsinu frá 1981, fyrst með foreldrum sínum en svo festi hún kaup á húsinu 2005. 

Helga Árnadóttir prýðir forsíðu Heimil og hönnun sem fylgir Morgunblaðinu …
Helga Árnadóttir prýðir forsíðu Heimil og hönnun sem fylgir Morgunblaðinu á morgun.

„Mér líður svakalega vel heima og þykir alveg óendanlega vænt um húsið mitt enda hef ég
búið í því meira og minna frá árinu 1981. Sagan af því hvernig þetta hús endaði í fjölskyldunni er nokkuð skemmtileg. Mamma mín, Margrét Jónsdóttir, var og er enn þann dag í dag mikil kjarnakona og það er henni að þakka að þetta hús endaði í eigu okkar. Pabbi vann á þessum tíma nokkuð mikið erlendis þannig að það kom í hlut mömmu að finna hús fyrir okkur fjölskylduna þegar við fluttum í bæinn frá Akranesi á sínum tíma. Þetta hús fangaði athygli hennar og eins og hennar er von og vísa gekk hún rösklega til verks og fór að bítast um húsið við nokkra áhugasama aðila. Til að gera langa sögu stutta hreppti hún hnossið þrátt fyrir að hafa ekki verið með hæsta tilboðið, heldur vegna þess að mamma og fyrrverandi eigandi hússins voru alnöfnur og áttu sama afmælisdag, sem þeim þótti ansi skemmtileg tilviljun. Þetta er sterkt og gott steinhús byggt af dönskum bruggara í kringum 1929. Ég er ekki í vafa um að hér hafi verið vandað vel til verks, allir veggir hnausþykkir og húsið hálfgerður klumpur og byggt á mikilli klöpp. Það hefur gengið í gegnum þó nokkrar breytingar í gegnum árin og fyrrverandi eigendur létu m.a. gera við það viðbyggingu. Eftir að hafa keypt húsið af foreldrum mínum árið 2005 lét ég gera nokkrar endurbætur á því og gerði það að „mínu“,“ segir Helga. 

Ljósmynd/Saga Sig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál