Óvenjulegt litaval hjá Ricky Gervais

Ricky Gervais og Jane Fallon.
Ricky Gervais og Jane Fallon. AFP

Grínistinn Ricky Gervais og rithöfundurinn Jane Fallon eiga litríkt heimili. Fallon birti myndir af heimaskrifstofu sinni á samfélagsmiðlinum en skrifstofan er afar bleik á litinn. Skrifstofan er ekki eina herbergið í húsinu sem var málað í þessum bleika lit. 

Fallon greindi frá því á samfélagsmiðlum að hún væri loksins búin að hengja upp sænska veggteppið sitt og skrifaði auk þess að það gerði hana mjög glaða. Fallon birti fjórar myndir og leynast meðal annars bangsar og leikföng á skrifstofunni. Segir Fallon að hún sé með alla uppáhaldshlutina sína á skrifstofunni. 

Þrátt fyrir alla áhugaverðu hlutina er það bleiki liturinn sem vekur mesta athygli. Fallon skrifaði athugasemd á Twitter þar sem hún sagði að eldhús þeirra Gervais væri einnig svona bleikt á litinn. Bleiki liturinn er á skrifstofunni og í eldhúsinu.
Bleiki liturinn er á skrifstofunni og í eldhúsinu. Skjáskot/Twitter
mbl.is