Eigendur Costco-gíraffans keyptu glæsihús Þorsteins

Afreksíþróttakonan Karen Axelsdóttir og eiginmaður hennar, Gunnar Páll Tryggvason hjá Alfa framtakssjóði, hafa fest á glæsihúsi Þorsteins M. Jónssonar, oft kennds við Coca Cola. Húsið stendur við Laufásveg 73 og var skráð á félagið M ehf. sem er í eigu Þorsteins. 

Húsið við Laufásveg er eitt af fallegustu húsum miðbæjarins og hefur verið töluvert í fréttum síðustu ár. Húsið hefur verið í leigu í síðustu ár og hafa ýmis stórmenni leigt það til lengri eða skemmri tíma. Húsið er 260 fm að stærð og því ætti ekki að fara illa um fjölskylduna í húsinu. 

Í húsinu eru vandaðar og fallegar innréttingar. Í eldhúsinu er súkkulaðibrún viðarinnrétting með ljósum steinborðplötum og fá gluggarnir í franska stílnum að njóta sín til fulls.

Garðurinn fyrir utan Laufásveg 73 er afar stór og reisulegur og ef Gunnar Páll og Karen verða í miklu stuði gætu þau hugsanlega komið gíraffanum fyrir í garðinum hjá sér. Þau komust í fréttir 2017 þegar þau festu kaup á 300.000 króna gíraffa í Costco til þess að lífga upp á teiti sem þau héldu í tilefni af 15 ára brúðkaupsafmæli sínu. 

Karen Axelsdóttir er afreksmanneskja í þríþraut og hjólreiðum og margfaldur …
Karen Axelsdóttir er afreksmanneskja í þríþraut og hjólreiðum og margfaldur Íslandsmeistari. Mynd/Einkasafn
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál