Fyrrverandi glæsihús Skúla ennþá á sölu

Smartland greindi frá því að Arion banki hf. hefði eignast glæsihús Skúla Mogensen sem stendur við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi þann 4. september. Það vekur athygli að húsið er ennþá skráð á sölu á fasteignavef mbl.is. 

„Stórglæsilegt samtals 609 fm einbýlishús á sjávarlóð við Hrólfsskálavör 2 á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Einstakt útsýni er úr húsinu, sjávar- og fjallasýn. Húsið er teiknað af arkitektum hjá Granda Studio. Innanhússhönnun var í höndum Grímu Bjargar Thorarensen hjá GBT Interiors og Selmu Ágústsdóttur hjá Namó Design. Tvöfaldur bílskúr. Mjög mikil lofthæð er í húsinu. Gólfsíðir gluggar með rennihurðum sem eru að hluta til fjarstýrðar. Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar. Eldhús frá Poggenpohl og Boffi. Gegnheilt síldarbeinaparket úr reyktri eik. Marmari. Innbyggt hljóðkerfi í húsinu frá Savant. Innbyggð lýsing er í húsinu og auk þess ljóskastarar á rennibrautum. Stofa, borðstofa, eldhús, fjögur herbergi, bókaherbergi, æfingasalur og fimm baðherbergi. Steypt setlaug, heitur pottur og gufubað. Stórar þaksvalir og einnig stórar útsýnissvalir. Einstök staðsetning á sjávarlóð,“ segir í lýsingu á húsinu á fasteignavef mbl.is. 

Af fasteignavef mbl.is: Hrólfsskálavör 2

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál