Tinna í Hrím selur glæsihúsið við Stigahlíð

Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi verslunarinnar Hrím, er búin að setja …
Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi verslunarinnar Hrím, er búin að setja húsið á sölu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tinna Brá Baldvinsdóttir og Einar Örn Einarsson, eigendur hönnunarverslunarinnar Hríms, hafa sett sitt fallega hús við Stigahlíð á sölu. Hjónin ákváðu að fara hvort í sína áttina á dögunum og hafa því ekki not fyrir sameiginlegt húsnæði. 

Húsið er 312 fm að stærð og var það byggt 1984. 

Búið er að laga húsið mjög mikið en hæst ber eldhúsið, sem er í gráum og svörtum litum. Innréttingin er frá Eirvík og það eru Smeg-eldhústækin líka. Eyjan í eldhúsinu hefur að geyma eldavél og mjög gott vinnupláss en fyrir ofan eyjuna er háfur í loftinu sem er tekið niður. Heildarmynd eldhússins er falleg og er það opið inn í borðstofu. 

Á sömu hæð er einstakur garðskáli með kamínu og notalegheitum. 

Baðherbergin í húsinu eru einstaklega falleg en þar mætast bleikir og gráir tónar á heillandi hátt. 

Eins og sést á myndunum er hver hlutur á sínum stað og allt gert til þess að fegurðin fái að njóta sín sem best. 

Af fasteignavef mbl.is: Stigahlíð 84 

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál