Júlía hennar Sollu selur fallegu Garðabæjaríbúðina

Júlía Ólafsdóttir og Solla Eiríksdóttir.
Júlía Ólafsdóttir og Solla Eiríksdóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Júlía Ólafsdóttir, dóttir Sólveigar Eiríksdóttur heilsudrottningar sem oft er kennd við Gló og Grænan kost, hefur sett sína fallegu íbúð á sölu. Mæðgurnar reka saman heildverslun með vítamín og fleira sem þær kalla Healthy dóttir. Það kemur ekki á óvart enda var Júlía alin upp á Grænum kosti þar sem móðir hennar grænmetisvæddi hörðustu kjötætur. 

Júlía hefur fengið smekkleg gen móður sinnar eins og sést á íbúðinni sem er við Holtsveg í Garðabæ. Íbúðin er 97,7 fm  að stærð og stendur í húsi sem byggt var 2017. Það er því allt eins og nýtt í íbúðinni og ekkert úr sér gengið. 

Í stofunni er grár sófi úr IKEA, plöntur og fallegar myndir á veggjunum. Stofa og eldhús tengjast og eru dökkar viðarinnréttingar í eldhúsinu og eyja.

Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með hvítum innréttingum en inn af baðherberginu er þvottahús sem er mikill lúxus enda finnst mörgum fátt glataðra í lífinu en að þurfa að deila þvottahúsi í sameign.

Af fasteignavef mbl.is: Holtsvegur 2

mbl.is