Einstakt 12 herbergja einbýli með útsýni

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Urðarstekk í Breiðholti stendur fallegt einbýlishús með útsýni yfir Elliðaárdalinn. Húsið er 295,2 fm að stærð og var byggt 1969. Í húsinu eru 12 herbergi og því ætti ekki að væsa um neinn. 

Húsið er á tveimur hæðum en á neðri hæðinni eru tvær auka íbúðir sem hægt er að leigja út.

Á efri hæðinni mætast eldhús og borðstofa á heillandi hátt. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting og eru neðri skápar í forgrunni. Það gerir það að verkum að það eru engir yfirþyrmandi efriskápar sem trufla sjónsviðið og veita innilokunarkennd.

Borðstofa og stofa eru í sameiginlegu rými og er sérlega notalegt í þessum hluta. Falleg húsgögn, fullt af bókum, plöntum og listaverkum sem næra hjartastöðina. Í stofunni er líka arinn sem gerir rýmið hlýlegt og notalegt. Búið er að endurnýja húsið mikið, skipta um innréttingar og gera allt til þess að heimilið virki sem best. 

Í húsinu er sérstök hjónasvíta með baðkari og fataherbergi. Það er því hægt að baða sig á síðkvöldum og skríða beint upp í rúm á eftir og láta sig dreyma. 

Af fasteignavef mbl.is: Urðarstekkur 5 

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál