Missti vinnuna í Covid og fór að selja listaverk

Kristín Avon heldur sína fyrstu málverkasýningu 21. febrúar.
Kristín Avon heldur sína fyrstu málverkasýningu 21. febrúar. Ljósmynd/Aðsend

Listakonan Kristín Avon heldur sína fyrstu málverkasýningu sunnudaginn 21. febrúar næstkomandi. Til sýningar verða listaverk sem hún hefur skapað síðastliðna mánuði, en hún missti vinnuna sína á tannlæknastofu í haust vegna Covid. Sýningin fer fram með óhefðbundnu sniði en hún er í bílakjallaranum við Kringluna og verður svokölluð „drive-through“-sýning sem hún skipulagði með G-Events. 

Listaverkin eru gríðarlega falleg en Kristín sækir innblástur í íslenska náttúru við listsköpunina „Innblásturinn er bara íslensk náttúra, hvort sem það er hraun, eða eldgos, jarðvegurinn eða mosi,“ segir Kristín.

Kristín sækir innblástur í íslenska náttúru.
Kristín sækir innblástur í íslenska náttúru. Ljósmynd/Aðsend

„Mér hefur alltaf fundist gaman að gera eitthvað í höndunum og búa eitthvað til. Þegar ég var yngri var ég í Myndlistarskóla Reykjavíkur, en svo fjaraði það út og einhvern veginn blossaði aftur upp núna,“ segir Kristín. 

Einhverjir kannast eflaust við Kristínu en hún hefur verið vinsæl á Instagram í nokkur ár. Samfélagsmiðlaævintýrið byrjaði þegar hún bjó með vinkonu sinni Línu Birgittu Sigurðardóttur, sem er í dag einn af vinsælustu áhrifavöldum Íslands. Kristín er líka förðunarfræðingur og var mikið að farða fyrir nokkrum árum. 

Þegar hún byrjaði að skapa listaverkin sín var hún fyrst hikandi en ákvað svo að kýla á það og prófa að selja fyrsta verkið. Það gekk vel og hafði hún góðan vettvang á Instagram til að selja listina sína þar. 

Kristín byrjaði að skapa listaverkin síðastliðið haust.
Kristín byrjaði að skapa listaverkin síðastliðið haust. Ljósmynd/Aðsend

Kristín á dótturina Aríel Avon og þegar blaðamaður spyr hvort hún sé einstæð móðir segist hún vera sjálfstæð móðir en ekki einstæð móðir. 

Kristín tók sér pásu á Instagram í mars á síðasta ári. „Þetta eru búin að vera frekar erfið ár hjá mér, 2017-2020. Ég missti pabba minn árið 2016 og ég var í ljótu sambandi, ofbeldissambandi. Svo fóru leiðinlegar sögur af stað um mig á þessum tíma. Allt þetta umtal hafði mikil áhrif á mig, þegar fólk er að tala um eitthvað sem kemur því ekki við. Það var mest út af því sem ég tók mér pásu. Bara til að vernda dóttur mína og fjölskylduna mína,“ segir Kristín. 

Ljósmynd/Aðsend

„Ég fór aftur inn á Instagram með það í huga að vera alveg sama hvað fólki finnst og hvað það er að segja um mann. Ég vildi líka bara vera ég sjálf. Eins og með listaverkin mín, ég var ekki að þora að sýna þau og fara að selja. Ég breytti bara hugarfarinu og vildi bara vera ég sjálf. Því maður týnir sér svolítið í þessu glansmyndalífi á Instagram.“

Sýningin fer fram í Bílageymslunni við Borgarbókasafnið í Kringlunni kl. 20:00 sunnudaginn 21. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál