Ebba Guðný og fjölskylda keyptu hönnunarparadís Styrmis

Ebba Guðný Guðmundsdóttir.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ebba Guðný Guðmundsdóttir heilsukokkur og matreiðslubókarhöfundur og Hafþór Hafliðason eiginmaður hennar hafa fest kaup á hönnunarparadís Styrmis Þórs Bragasonar fyrrverandi forstjóra MP banka. Í dag rekur hann fyrirtækið Arctic Advent­ure. Húsið hefur tvívegis verið til umfjöllunar á Smartlandi vegna huggulegheita þess. 

Húsið við Sigluvog er afar fallegt og heillandi. Það er teiknað af Sigvalda Thordarsyni og býr yfir helstu einkennum arkitektúrs hans. Húsið er 241 fm að stærð og var byggt 1960. Eins og sést á myndunum í hlekknum hér fyrir neðan býður húsið upp á mikla möguleika. 

Ebba Guðný í Mílanó ásamt Hafþóri og börnunum þeirra tveimur, …
Ebba Guðný í Mílanó ásamt Hafþóri og börnunum þeirra tveimur, Hönnu og Hafliða. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is