Tók húsið í gegn með litlum tilkostnaði

Mynstrað veggfóður og líflegt litaval skapar skemmtilega stemmningu.
Mynstrað veggfóður og líflegt litaval skapar skemmtilega stemmningu. Skjáskot/Instagram

Tara Slinger frá Lancashire í Bretlandi ákvað að umbreyta heimili sínu, sem er endaraðhús frá þriðja áratug síðustu aldar. 

Slinger, sem er 29 ára, heldur úti skemmtilegri instagramsíðu undir heitinu Our Layered Home þar sem hægt er að fylgjast með breytingunum. Talið er að hún hafi aukið talsvert virði fasteignarinnar með einföldum og hagkvæmum aðferðum. Hún segir leyndarmálið felast í því að nota ódýr efni á borð við málningu og vínil til þess að umbreyta heimilinu og gerir allt sjálf.

Það er dýrt að gera upp baðherbergi frá grunni. Slinger …
Það er dýrt að gera upp baðherbergi frá grunni. Slinger ákvað að mála flísarnar og blöndunartækin. Þá notaði hún svart límband til þess að poppa upp sturtuklefann. Skjáskot/Instagram

Markmiðið að skapa líflegt heimili 

Slinger segir að markmiðið hafi alltaf verið að skapa heimili sem veitir manni innblástur og að eyða ekki um efni fram.
Hún þurfti að hugsa út fyrir kassann þegar kom að baðherberginu enda eru baðherbergi oftar en ekki einn dýrasti útgjaldaliðurinn þegar gera á upp heimili. Hún ákvað því að mála flísarnar og setti veggfóður á loftið. Þá málaði hún einnig blöndunartækin svört og umbreytti sturtuklefanum með því að nota svart límband.
Bleikmálaði panellinn er mjög í anda hússins sem er frá …
Bleikmálaði panellinn er mjög í anda hússins sem er frá þriðja áratugnum. Skjáskot/Instagram

Elskar að finna notaða hluti

„Ég vil alltaf fara ódýrustu leiðina. Afhverju að eyða hundruðum þúsunda þegar nokkurra klukkustunda vinna getur náð fram sama útliti? Borðstofuborðið okkar er gott dæmi um það. Við fengum það ókeypis á Facebook, pússuðum það upp og lökkuðum fæturna. Nú lítur það allt öðruvísi út.

Málning og hugmyndarflug geta gert heilmikið. Maður getur án nokkurs vafa eignast draumaheimilið án þess að kosta miklu til,“ segir Slinger.

Barnaherbergið er hlýlegt.
Barnaherbergið er hlýlegt. Skjáskot/Instagram
Eldhúsið er mjög grænt og vænt. Slinger notaði gervilaufblöð til …
Eldhúsið er mjög grænt og vænt. Slinger notaði gervilaufblöð til þess að skapa frumskógarstemningu. Skjáskot/Instagram
Það er hægt að gera umhverfið talsvert huggulegra með réttu …
Það er hægt að gera umhverfið talsvert huggulegra með réttu litavali. Skjáskot/Instagram
Stofan er máluð í dökkum litum.
Stofan er máluð í dökkum litum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál