„Ég hef rústað íbúð með því að mála“

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr eða Emmsjé Gauti eins og hann er kallaður hefur upp á síðkastið verið sveittur að gera upp íbúð ásamt unnustu sinni, Jovana Schally. Áður en hann hóf vegferðina fór hann í Slippfélagið og lét litasérfræðinga fyrirtækisins hjálpa sér við að velja hárréttan lit. Hann vildi nefnilega fá augnlitinn sinn á veggina. 

Hann segist oft hafa gert mistök þegar kemur að málningu og játar að hann hafi rústað íbúð með því að mála. Hér sést hvernig tókst til.  

mbl.is