Júlía fann sjaldgæfa hönnunarstóla á markaði

Júlía Brekkan.
Júlía Brekkan. mbl.is/Kristinn Magnússon

Júlía Brekkan leggur áherslu á að endurnýta hluti í leik og starfi og brennur fyrir að gefa gömlum munum nýtt líf. Heimili hennar í Hafnarfirði er stílhreint og nútímalegt en margir af hlutunum eiga sér langa sögu. Leyndarmál Júlíu er að setja gömlu munina í nýtt samhengi en einnig nýtist henni góð þekking á hönnun.

Júlía stundaði nám í hönnun í Tækniskólanum og síðar arkitektúr við Listaháskóla Ísland. Auk þess að sinna hinum ýmsu arkitektúr- og hönnunarverkefnum rekur hún vefverslanirnar Unlabel.is, sem selur gamla og sjaldgæfa muni, og Fyrirmynd.is með það að leiðarljósi að selja teikningar af sterkum kvenfyrirmyndum.

„Ég hef alltaf verið mjög forvitin og frá unga aldri hef ég ávallt viljað vita úr hverju hlutir eru gerðir ásamt notkunarmöguleikum þeirra. Forvitnin hefur einnig opnað fyrir mér ýmsar dyr þar sem mér finnst gaman að læra nýja hluti. Hönnunarnám og hin ýmsu námskeið, þar með talið myndlistar- og keramiknámskeið hafa ýtt undir áhuga minn á eigin8leikum og uppruna hluta og hönnun8ar. Hönnun og skipulag húsa hefur lengið verið mér hugleikið og teiknaði ég ung ófáar tillögur til breytinga á húsi foreldra minna, mér til gamans. Um tíu ára aldurinn var ég staðráðin í því að verða arkitekt eða leggja fyrir mig nám í arkitektúr og hönnun,“ segir Júlía um áhuga sinn á hönnun.

Ljósið yfir borðstofuborðinun var búið að vera draumaljósið lengi. Ljósið …
Ljósið yfir borðstofuborðinun var búið að vera draumaljósið lengi. Ljósið er úr Módern og var Júlía svo heppin að vinna það á Instagram-leik hjá Lindu Ben. mbl.is/Kristinn Magnússon
Margir sem kaupa sér skó en Júlía kaupir stóla. Hún …
Margir sem kaupa sér skó en Júlía kaupir stóla. Hún er dugleg að skipta út stólum en við borðstofuborðið er núna Cesca-stólar og aðrir nýlegri stólar sem hún fann á markaði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tækifæri í eldri munum

Júlía segir að hugmyndin um að hlutir endi í geymslu eða rusli eftir stuttan tíma hafi aldrei gengið upp hjá sér. Hún á ekki langt að sækja þá hugmyndafræði en faðir hennar kenndi henni snemma að föndra og nýta gamlan efnivið. Hann var einnig duglegur að koma eldri munum í verð með því hugarfari að aðrir sæju mögulega önnur tækifæri í hlutunum en hann.

„Nýtnin sem slík kom ekki út frá fjármagnsskorti heldur þeirri hugsun að tækifærin liggi einnig í því sem þegar er til staðar og ekki þurfi að stökkva til og kaupa inn nýtt hverju sinni. Gamalt þýðir ekki að hlutur sé ónothæfur. Við lifum í raun í þannig samfélagi að nýjungar eru á hverju strái og fljótum við með á þeim hraða. Það að staldra við og sjá tækifærin í eldri munum er fyrir mér eins og að vera í fjársjóðsleit þar sem ég set eldri hluti í nýtt samhengi og varpa þannig nýju ljósi og veiti framhaldslíf. Þetta hugarfar tileinkaði ég mér og upp spratt vefverslunin Unlabel.is með sölu á eldri munum í von um að þeir öðlist framhaldslíf.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Falleg blóm í vasa geta gert mikið fyrir heimilið.
Falleg blóm í vasa geta gert mikið fyrir heimilið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Eldhúsinnréttingin er upprunaleg og hefur oft verið máluð. Júlía pússaði …
Eldhúsinnréttingin er upprunaleg og hefur oft verið máluð. Júlía pússaði hana upp og málaði innréttinguna hvíta. Hún lagði flísarnar með hjálp afa síns. mbl.is/Kristinn Magnússon

Júlía fékk hugmyndina að Unlabel.is í námi í arkitektúr árið 2017 en fór almennilega af stað með verkefnið síðastliðið haust. „Unlabel merkir að eitthvað sé í raun ómerkt og hafi því hvorki upphaf né eiginlegan endi og myndi því eins konar hringrás. Notaðir eldri munir eru því settir í nýtt samhengi og fá í raun annað tækifæri og framhaldslíf. Meginmarkmiðið er að fá okkur til þess að hugsa um verðmæti og tækifæri eldri muna, eða hreinlega þeirra hluta sem við eigum nú þegar til,“ segir Júlía sem bjó sér einnig til vettvang til sölu á eigin verkum á Fyrirmynd.is. En þar fer fram sala á teikningum af kvenfyrirmyndum sem ýtir undir mikilvægi þess að hafa sterkar fyrirmyndir í lífinu.

„Ef farið er vel með hlutina eiga þeir að geta enst lengur. Mér finnst þó ekki ólíklegt að margir sjái takmörkuð tækifæri í hlutum og telji þá einnota. Mér finnst fátt skemmtilegra en að breyta til á heimilinu og skipta út hlutum, sem ég á þegar til. Einnig hef ég verið að breyta húsgögnum og munum með málningu og smá smíðavinnu. Nýjustu heimatilbúnu mublurnar eru drumbar grenitrjáa úr garðinum sem ég pússaði upp og bar á olíu.“

Júlía er að safna danska stellinu Broste. Stellið kemur fallega …
Júlía er að safna danska stellinu Broste. Stellið kemur fallega út með öðrum keramíkmunum sem Júlía hefur gert. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Finnur gullmola á mörkuðum

Júlía á marga hluti sem koma frá mörkuðum. Hún tekur gjarnan með sér muni heim þegar hún er á ferðalögum erlendis og stillir upp með hlutum sem fyrir eru á heimili. „Ásamt því að fara á markaði finnst mér álíka skemmtilegt að vafra um á sölusíðum, innlendum og erlendum, í leit að fallegum munum til eigin nota eða til þess að setja inn í vefverslun Unlabel.is,“ segir Júlía.

Júlía pússaði upp grenitré úr garðinum sem nýtist sem borð. …
Júlía pússaði upp grenitré úr garðinum sem nýtist sem borð. Gráa glervasann málaði Júlía. Handgerður keramíkstjaki. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hönnunarsaga hefur kennt mér að þekkja hina ýmsu stíla, hönnuði og efni sem hjálpa mér að velja og þekkja hönnunarvörur. Fyrir skömmu var ég stödd á markaði hérlendis í leit að fallegum vörum þegar ég rak augun í lítinn hringstiga sem leiddi niður í kjallara. Ég opnaði hlið og gekk þar niður og dvaldi um stund þegar allt í einu sá ég glitta í tvo stóla sem ég kannaðist við. Ég kallaði til starfsmann til að kanna hvort stólarnir væru til sölu: „Ef þú nærð þeim máttu fá þá, við höfum notað þá sem bókahillustoðir í mörg ár,“ svaraði starfsmaðurinn. Eftir dálítinn tíma og mikil erfiði náði ég loks stólunum undan

Júlía hefur mikinn áhuga á blómum. Hún er oft með …
Júlía hefur mikinn áhuga á blómum. Hún er oft með þurrkaðar greinar. Þessi vöndur fær að þorna heima hjá henni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Við heimkomu tók við mikil rannsóknarvinna sem leiddi í ljós raunvirði og uppruna Cesca-stólanna sem teiknaðir voru af arkitektinum Marcel Breuer í kringum 1928. Þessir stólar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og tel ég það einnig vera vegna efnisvals þeirra, sem er það sama og afi minn notaði mikið við gerð húsgagna á sínum tíma sem húsgagnasmiður. Tískan gengur í hringi og er efnið reyr sem notaður er í setu og bak stólanna að ryðja sér aftur til rúms, líkt og það gerði í í kringum 1930 og svo aftur um 1970.

 En vert er að nefna að fyrir mér felast verðmætin ekki aðeins í verðgildi hlutarins heldur einnig í útliti hans og sögu og býð ég því upp á fjölbreyttar vörur í vefverslun Unlabel þar sem er að finna bæði verðmætar og sjaldgæfar vörur.“

View this post on Instagram

A post shared by UNLABEL.IS (@unlabel.is)

Listaverk eftir Júlíu. Hún notaði til dæmis ull til þess …
Listaverk eftir Júlíu. Hún notaði til dæmis ull til þess að búa til áferð. mbl.is/Kristinn Magnússon
Listaverkið er eftir Júlíu. Hún er oft að leika sér …
Listaverkið er eftir Júlíu. Hún er oft að leika sér með mismunandi efni og býr til skemmtilega áferð sem mynda skugga. mbl.is/Kristinn Magnússon
Gráa vasann málaði Júlía.
Gráa vasann málaði Júlía. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hundurinn er enskt postulín. Hundar eins og þessir segir Júlía …
Hundurinn er enskt postulín. Hundar eins og þessir segir Júlía vera á uppboðsssíðum erlendis. Hann er til sölu Unlabel.is. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bláir glermunir sem koma alltaf aftur í tísku. Júlía leitar …
Bláir glermunir sem koma alltaf aftur í tísku. Júlía leitar víða þegar hún safnar munum á sölusíðu sína. Hún fær stundum aðgang að dánarbúum svo eitthvað sé nefnt. mbl.is/Kristinn Magnússon
Glervasarnir eru frá sænska merkinu Nybro.
Glervasarnir eru frá sænska merkinu Nybro. mbl.is/Kristinn Magnússon
Cesca-stólana fann hún á Júlía notaða.
Cesca-stólana fann hún á Júlía notaða. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is