Hörður og Móeiður keyptu af Eiði Smára og Ragnhildi

Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon keyptu húsið af Eiði …
Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon keyptu húsið af Eiði Smára og Ragnhildi. Samsett mynd

Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon og kærasta hans Móeiður Lárusdóttir hafa fest kaup á einbýlishúsi í Fossvoginum. Húsið fór á sölu í lok febrúar en Móeiður og Hörður keyptu það af fyrrverandi landsliðsmanninum Eiði Smára Guðjohnsen og fyrrverandi eiginkonu hans Ragnhildi Sveinsdóttur.

Móeiður staðfesti kaupin í samtali við mbl.is og segir að planið sé að gera upp húsið og búa þar í framtíðinni. Móeiður og Hörður búa nú í Moskvu í Rússlandi þar sem Hörður leikur með liðinu CSKA Moskva. 

Ásett verð var 150 milljónir en fasteignamatið tæpar 138 milljónir. 

mbl.is