Eldhúsið fært þvert yfir húsið til að fá meiri stemningu

Eldhúsið var fært inn í stofu. Innréttingin er úr reyktum …
Eldhúsið var fært inn í stofu. Innréttingin er úr reyktum aski og sprautulökkuðu mdf. Carrara marmarinn nýtur sín vel í eldhúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að hanna rúmlega 400 fermetra einbýlishús við fjöruborðið í Skerjafirði. Hún færði húsið til nútímans án þess að eyðileggja sjarma hússins sem var langt yfir meðallagi. 

Þetta fagra einbýlishús var byggt 1983 og því var kominn tími á viðhald þegar Hanna Stína var kölluð til leiks til að búa til ævintýraheim eins og henni einni er lagið. Hún segir að húsið hafi heillað hana upp úr skónum enda státar það af æðislegu útsýni út á haf, út á Álftanes og um þessar mundir er hægt að horfa á eldgosið í beinni útsendingu út um stofugluggana.

„Þetta er fyrsta húsið sem Sigurður Hallgrímsson arkitekt teiknaði en ég held mikið upp á hann,“ segir Hanna Stína. Hún segir að nýju eigendur hússins hafi verið með mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig heimilið ætti að líta út.

„Þau hafa gert þetta áður og vissu því alveg hvað þau vildu. Húsmóðirin er mjög smekkleg og þetta var mjög skemmtilegt samstarf. Þau vildu til dæmis færa eldhúsið í stóra opna rýmið með allt útsýnið og útbúa fallega hjónasvítu. Eins vildu þau gera góða aðstöðu fyrir tvo táningssyni svo allir hefðu sitt pláss. Þau vildu fá vatnsgufu inn í húsið og því voru líka öll baðherbergi endurnýjuð. Í þessu ferli voru öll gólfefni endurnýjuð ásamt handriði á stiga,“ segir hún.

Nútíminn bankar upp á

Við ræðum um stemningu inni á heimilum. Hanna Stína segist hafa lagt upp með það að búa til nútímalega stemningu sem væri hlýleg en á sama tíma stílhrein og björt.

„Í þessu húsi vorum við að vinna með ljósa liti. Húsið er frá 1983 og því var kominn tími á endurbætur því það var nánast upprunalegt þegar þau keyptu það.“

Fimm metra eyja

Eldhúsið í húsinu er eins og listaverk þar sem Carrara-marmari, grábæsaður askur og hvítlakkað MDF mætist. Eldhúsið nýtur sín miklu betur þegar það er komið inn í stofu en það var fært þvert yfir húsið. Það að færa eldhúsið gjörbreytti andrúmslofti heimilisins.

„Við settum tæplega fimm metra eyju þvert í miðjuna og stóran skápavegg samsíða henni. Það er óviðjafnanlegt útsýni úr eldhúsinu og því fannst okkur það verða að fá að njóta sín,“ segir hún.

„Restin af húsinu er svo í grábæsaða askinum með smá blandi af hvítlökkuðu MDF,“ segir hún.

Panellinn var sprautaður

Loftin í eldhúsinu og stofunni eru sprautulökkuð og á gólfinu er hlýlegt ljóst parket frá Parka.

„Panellinn í loftinu var sprautaður og upprunalegu ljósin látin halda sér sem kemur alveg vel út en það stendur til að setja hljóðdúk í loftin og endurnýja lýsinguna,“ segir Hanna Stína.

Hvað um arininn. Var honum eitthvað breytt?

„Arininn er nánast upprunalegur og mjög fallegur og mikið „centerpiece“ nema við létum mála eldsteininn með eldþolinni svartri málningu,“ segir hún.

Vel skipulögð hjónasvíta

Þegar Hanna Stína fékk verkefnið að endurhanna þetta fallega hús lögðu húsráðendur áherslu á að hafa vel skipulagða hjónasvítu. Rúmið var í raun sett í mitt herbergið, veggur settur á bak við svo hægt væri að koma fyrir fataherbergi.

„Hjónasvítan tekur ekki yfir marga fermetra en rúmar vel fataherbergi og baðherbergi ásamt rúmi. Við náðum að nýta plássið vel og skipta henni niður með vegg þar sem á bak við er opin fatahirsla endilöng með aðgengi að baðherbergi fyrir hjónin,“ segir Hanna Stína.

Í hjónasvítunni fara rúmgafl og veggfóður vel saman. Rúmgaflinn kemur úr RB rúmum en Hanna Stína sérpantaði veggfóðrið frá Arte í Belgíu. Veggljósin í hjónasvítunni voru keypt í Heimili og hugmyndum. Þegar Hanna Stína er spurð út í baðherbergið í hjónaherberginu segir hún að það sé mjög klassískt og stílhreint. Til þess að fá meiri svip inn á baðherbergi pantaði Hanna Stína svört hreinlætistæki frá Meir.co.uk. Á baðherberginu eru klassískar marmaraflísar og góð sturta og stór speglaskápur. Að mati Hönnu Stínu er það nákvæmlega það sem þarf inn á slíkt baðherbergi.

Í húsinu eru alls þrjú salerni. Gestasalernið er í sama stíl og baðherbergið inn af hjónasvítunni. Nema þar mætast veggfóður, hnausþykk marmaraborðplata og skápar úr reyktum aski.

Hvað fannst þér skemmtilegast við þetta verkefni?

„Skemmtilegast finnst mér að færa hús eins og þetta, sem eru eldri en 30 ára, til nútímans og gera sem mest úr möguleikunum sem eru til staðar ásamt því að betrumbæta það sem fyrir var. Þetta hús státar af geggjuðu útsýni og miklu plássi og það er gaman að hafa svona stóra stofu,“ segir Hanna Stína.

Eyjan er fimm metra löng. Stólarnir eru úr Heimili og …
Eyjan er fimm metra löng. Stólarnir eru úr Heimili og Hugmyndum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sófarnir í stofunni voru sérpantaðir í Heimahúsinu.
Sófarnir í stofunni voru sérpantaðir í Heimahúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Loftin voru sprautulökkuð og gömlu ljósin, sem voru í húsinu …
Loftin voru sprautulökkuð og gömlu ljósin, sem voru í húsinu þegar það var keypt, fá að njóta sín. mbl.is/Kristinn Magnússon
Verkið á veggnum er eftir Gotta Bernhöft.
Verkið á veggnum er eftir Gotta Bernhöft. mbl.is/Kristinn Magnússon
Spegillinn í stofunni var keyptur í Heimili og Hugmyndum.
Spegillinn í stofunni var keyptur í Heimili og Hugmyndum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Hjónasvítan er vel skipulögð. Rúmið var sett í mitt herbergið …
Hjónasvítan er vel skipulögð. Rúmið var sett í mitt herbergið til að koma fyrir fataherbergi á bak við. mbl.is/Kristinn Magnússon
Á veggnum er strigaveggfóður en rúmgaflinn er frá RB rúmum.
Á veggnum er strigaveggfóður en rúmgaflinn er frá RB rúmum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Í húsinu eru þrjú baðherbergi. Hér eru neðri skápar úr …
Í húsinu eru þrjú baðherbergi. Hér eru neðri skápar úr reyktum aski og marmaraflísar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Ljósin voru keypt í Módern.
Ljósin voru keypt í Módern. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Hér er Carrara marmari í öllu sínu veldi og kemur …
Hér er Carrara marmari í öllu sínu veldi og kemur hann vel út við strigaveggfóðrið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál