Haraldur Ari úr Kötlu og Kristjana selja í 101

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Leikarinn Haraldur Ari Stefánsson og sambýliskona hans, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, hafa sett rómantíska íbúð sína í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Um er að ræða þriggja herbergja íbúð á Óðinsgötu. Íbúðin er 82,4 fermetrar en ásett verð er 57,9 milljónir. 

Aukin lofthæð setur svip á íbúðina og fá falleg listaverk að njóta sín á veggjunum. Nostrað hefur verið við íbúðina og á hver staður sinn hlut. Teppi og mottur eru til að mynda áberandi og gera þau herbergin notaleg og snotur.

Haraldur Ari er að gera það gott í leiklistinni. Auk þess að leika í Borgarleikhúsinu fer hann með hlutverk Einars í sjónvarpsþáttunum Kötlu á Netflix. 

Af fasteignavef mbl.is: Óðinsgata 4

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is