Sigurður Atli og Sóley selja listamannaíbúð

Falleg listaverk eru áberandi í íbúðinni.
Falleg listaverk eru áberandi í íbúðinni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun

Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarmaður og Sóley Frostadóttir danshöfundur hafa sett fallega þriggja herbergja íbúð í Laugardalnum á sölu. Íbúðin er 94 fermetrar en ásett verð er 59 milljónir. 

Íbúðin er með eikarparketi og upprunalegri eldhúsinnréttingu. Falleg myndlist er áberandi í öllum herbergjum, hvort sem um ræðir eldhús, baðherbergi eða stofu. Í stofunni er mörgum smærri verkum raðað á einn vegg svo saman mynda þau skemmtilega heild. Stærri verk fá líka að njóta sín á meira veggplássi.

Sigurður Atli hefur gert það gott sem myndlistarmaður á undanförnum árum. Hann rekur Prent & vini og opnaði nýverið Y gallerí á gamalli Olís bensínstöð í Hamraborg. Hann hefur einnig verið einn af sýningarstjórum árlegrar jólasýningar í Ásmundarsal. Sóley er danshöfundur og hefur meðal annars gefið út tímaritið Dunce sem fjallar um dans og gjörningalist. 

Af fasteignavef mbl.is: Rauðalækur 53

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál