Trump og Kushner keyptu glæsivillu í Flórída

Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner.
Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner. AFP

Ivanka Trump, dóttir Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta og eiginmaður hennar Jared Kusnher hafa fest kaup á lúxusvillu í suður Flórída í Bandaríkjunum. Kaupverðið var 24 milljónir bandaríkjadala og fengu þau milljón í afslátt þar sem húsið hafi verið á sölu í hálft ár. 

Húsið var byggt árið 1994 og stendur á stórri lóð. Þar er að finna stórar sundlaugar, heita potta og stóran garð. Húsið er 790 fermetrar að stærð og er í nýklassískum frönskum stíl. 

Hjónin keyptu lóð hinu megin á skaganum á Indian Creek eyjunni í lok síðasta árs. Sögusagnir eru hins vegar á kreiki um að þau hjónin séu ekkert sérstaklega velkomin í því hverfi og þá sérstaklega ekki í sveitaklúbbnum í hverfinu. 

Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
mbl.is