Heillandi þakíbúð við Ægisíðu

Bjálkarnir í loftinu og fiskibeinaparketið gefa íbúðinni mikinn sjarma.
Bjálkarnir í loftinu og fiskibeinaparketið gefa íbúðinni mikinn sjarma. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Ægisíðu í Reykjavík er að finna einstaklega heillandi þakíbúð í þríbýlishúsi. Íbúðin hefur mikinn sjarma og leika fallegt fiskibeinaparket og viðarbjálkar í loftinu þar aðalhlutverk.

Um er að ræða 106,4 fermetra íbúð en gólfflötur er um 10 fermetrum stærri þar sem íbúðin er undir súð að hluta. Húsið var byggt árið 1950 og hefur mikla sál. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni og eitt baðherbergi.

Stofan er björt og falleg með blöndu af nýjum og gömlum húsgögnum, hönnunargripum og litríkum húsgögnum sem setja svip á rýmið. Falleg listaverk eftir Magnús Helgason myndlistarmann prýða veggi stofunnar og út um gluggana hefur móðir náttúra málað sín eigin málverk sem breytast á hverjum degi. 

Eldhúsið þarfnast ástar, eða allavega örlítillar málningar, en er þó vel skipulagt og bekkjapláss er gott. Svalir eru til suðurs og sameiginlegur garður.

Ásett verð er 74.900.000 krónur.

Af fasteignavef mbl.is: Ægisíða 109

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is