Hlaðan sem varð að blómakastala

Blómakastalinn er falleg bygging þar sem hægt er að halda …
Blómakastalinn er falleg bygging þar sem hægt er að halda veislur og borða mat og grænmeti sem er ræktað á staðnum. mbl.is/Instagram

Chateau des Fleurs er fallegur kastali í Idaho í Bandaríkjunum. Húsnæðið á sér mjög sérstaka sögu þar sem kastalinn átti upprunalega að vera eins konar hlaða en er í raun aukabygging við verksmiðju Camille Backman-snyrtivaranna. 

Susan Camille Beckman Roghani, stofnandi Camille Beckman, var einungis 27 ára að aldri og bjó í Grikklandi þegar hún ákvað að fara á heimaslóðir sínar til Idaho og stofna eigið fyrirtæki. 

Hún réð til sín 25 konur á staðnum og fékk þær til að búa til kransa fyrir sig úr þurrkuðum blómum. Fimm árum síðar stofnaði hún fjölskyldu og eignaðist sitt fyrsta barn. Þá fann Backman löngun til að byrja að búa til sápur og krem líkt og hún hafði haft áhuga á að gera sem barn. Hún varð fljótt vinsæl fyrir kamillu- og vanilluhandkremið sitt og fann leið til að nýta þekkingu sína á ilmkjörnum og þurrkuðum blómum. Úr varð vinsælt vörumerki sem finna má nú víða um Bandaríkin. 

Á öllum vaxtarstigum fyrirtækisins vildi Susan Camille Beckman Roghani skapa atvinnu fyrir sig og aðrar konur í Idaho. Hún vildi vera nálægt börnunum sínum og búa til vöru sem hægt væri að stóla á. Vörur sem væru handgerðar og hægt að rekja uppruna allra efna í.  

„Ég veit hvað ég set í vörurnar mínar og hvaða áhrif það hefur á líkamann. Þessi áreiðanleiki og heiðarleiki hefur heillað viðskiptavini mína í gegnum árin.“ 

Kastalinn er einstaklega vandaður. Hönnun hans þykir kvenleg og minna á gamaldags evrópskar byggingar. Sumir halda því jafnvel fram að hann minni á byggingarnar í Versölum, jafnvel höllina sjálfa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál