Mikael og Elma Stefanía selja raðhúsið

Mikael Torfason og Elma Stefanía Ágústsdóttir hafa sett íbúð sína …
Mikael Torfason og Elma Stefanía Ágústsdóttir hafa sett íbúð sína í Brekkuseli á sölu. Ljósmynd/Hari

Rithöfundurinn Mikael Torfason og leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir hafa sett heimili sitt í Brekkuseli á sölu. Um er að ræða sex herbergja íbúð í raðhúsi ásamt bílskúr. 

Hjónin búa um þessar mundir í Berlín í Þýskalandi þar sem mikið er að gera í sjónvarps- og kvikmyndagerð.

Íbúðin er 184 fermetrar og er á tveimur hæðum. Á neðri hæð eru fjögur svefnherbergi en uppi er stofa með háu lofti og fallegum skorstein. Eldhúsið er opið við alrýmið. Tvö baðherbergi eru í íbúðinni. 

Ásett verð er 89.800.000 krónur. 

Af fasteignavef mbl.is: Brekkusel 21

mbl.is